Tímamótatáningur fyrir franska landsliðið í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 18:00 Kylian Mbappe hefur verið líkt við Thierry Henry. Vísir/Getty Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Kylian Mbappe, táningurinn í framlínu Mónakó-liðsins, er búinn að vinna sér sæti í franska landsliðinu og það þýðir um leið skemmtileg tímamót fyrir franskan fótbolta. Kylian Mbappe er í 24 manna leikmannahópi Frakka fyrir leik á móti Lúxemborg í undankeppni HM og vináttuleik við Spán nokkrum dögum síðar. Kylian Mbappe hefur skorað 10 mörk í frönsku deildinni og skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Manchester City í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og verður því ekki nítján ára fyrr í lok ársins. Didier Deschamps er þjálfari franska landsliðsins í dag en hann var fyrirliði liðsins þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið sumarið 1998. Tímamótin eru tengd þessum titli fyrir að verða nítján árum síðan. Kylian Mbappe er nefnilega fyrsti landsliðsmaður Frakka sem fæddist eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Kylian Mbappe hefur þegar verið líkt við Thierry Henry og þar er ekki leiðum að líkjast. Mónakó-liðið hefur slegið í gegn í vetur með blússandi sóknarleik þar sem Kylian Mbappe hefur verið í sviðsljósinu. Hann er þó ekki sá eini í liðinu sem eru í hópnum því þar eru einnig liðsfélagar hans Thomas Lemar, Benjamin Mendy og Djibril Sidibe. Meðal þeirra sem eru út í kuldanum hjá eru þeir Karim Benzema hjá Real Madrid og Alexandre Lacazette hjá Lyon.Landsliðshópur Frakka:Markverðir: Alphonse Areola (Paris Saint-Germain), Benoit Costil (Rennes) og Hugo Lloris (Tottenham Hotspur).Varnarmenn: Presnel Kimpembe (Paris Saint-Germain), Laurent Koscielny (Arsenal), Layvin Kurzawa (Paris Saint-Germain), Benjamin Mendy (Mónakó), Adil Rami (Sevilla), Bacary Sagna (Manchester City), Djibril Sidibe (Mónakó) og Samuel Umtiti (Barcelona).Miðjumenn: N'Golo Kante (Chelsea), Thomas Lemar (Mónakó), Blaise Matuidi (Paris Saint-Germain), Paul Pogba (Manchester United), Adrien Rabiot (Paris Saint-Germain), og Corentin Tolisso (Lyon).Sóknarmenn: Ousmane Dembele (Borussia Dortmund), Kevin Gameiro (Sevilla FC), Olivier Giroud (Arsenal), Antoine Griezmann (Atletico Madrid), Kylian Mbappe (Mónakó), Dimitri Payet (Marseille) og Florian Thauvin (Marseille).Kylian Mbappé's 2016/17 season:First senior hat-trick First Champions League goal First senior France call-up Unreal talent. pic.twitter.com/xj2Ap6pBtt— Squawka Football (@Squawka) March 16, 2017
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira