Gamla fólkið og geðlyfin - athugasemd við fréttir Sigrún Hulld Þorgrímsdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Aldrað fólk sem fær geðlyf á hjúkrunarheimilum eða jafnvel í heimahúsum án þess að vera með geðsjúkdóm hefur nær aldrei óskað eftir þeirri meðferð. Yfirleitt er um að ræða fólk með heilabilun og mjög oft hefur það ekki einu sinni hugmynd um að það fái þessi lyf, enda hvorki sagt frá því né reynt að skýra það fyrir því. Með „geðlyf“ á ég einungis við lyf sem ætluð eru til að meðhöndla sjúkdóma eins og geðklofa, geðhvörf eða sturlun.Af viðbrögðum ábyrgra aðila má draga tvær ályktanir:1. Lyfjanotkunin er nauðsynleg vegna óróleika og hegðunarvandamála hjá fólki með heilabilun2. Lyfjanotkunin er undir viðmiðunarmörkum (31% fólks án geðsjúkdóms)3. Mikið eftirlit er með lyfjagjöfum á stofnunum. Í stað þess að deila við þessa ágætu kollega mína um mat þeirra langar mig að segja sögu frá Bretlandi. Árið 2009 var efnt til mikillar skýrslugerðar á notkun geðlyfja fyrir fólk með heilabilun vegna óróleika og hegðunarvandamála. Niðurstöður í styttu máli: Ef 1.000 einstaklingar með heilabilun eru meðhöndlaðir með geðlyfjum munu: 91-200 þeirra sýna minni hegðunarvanda eða óróleika (909-800 fá engan bata) 10 munu deyja af völdum lyfjanna (hjarta- eða heilaáfall) 18 munu fá hjarta- eða heilaáfall með misalvarlegum afleiðingum. 58-94 munu fá gangtruflanir af völdum lyfjanna. Niðurstöður skýrslunnar voru að bráðnauðsynlegt væri að efna til opinbers átaks til að draga úr þessarri notkun. Rétt er að taka sérstaklega fram að talið var að um 25% aldraðra án geðsjúkdóms fengju meðferðina, en það þótti skýrsluhöfundum allt of hátt, og það þótti ábyrgum stjórnvöldum líka því í framhaldinu var ákveðið að hrinda af stað átaki til að minnka notkunina um tvo þriðju næstu tvö ár. Greinilega önnur viðmið í gangi í Bretlandi 2009 en hér á Íslandi 2017. En hvað á þá að gera í staðinn? Ráðleggingar Bretanna voru auðvitað svolítið flóknari og óljósari en sú einfalda aðgerð að grípa næstu pillu:1. Ekki hafa geðlyf sem fyrsta úrræði2. Nákvæmt mat á einkennum og mögulegum undirliggjandi orsökum vandans3. Viðbrögð við undirliggjandi orsökum sem geta verið af líkamlegum toga svo sem sýkingar eða verkir, eða af félagslegum toga svo sem umhverfisáreiti eða óheppileg samskipti4. Margs konar úrræði eru til önnur en lyfjameðferð. Um slík úrræði þarf stóraukna fræðslu, kennslu, þjálfun og umræðu, bæði við almennt starfsfólk og ekki síður fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með heilabilun. Bretarnir lögðu til námskeið og skipulegt nám fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna auk skipulegrar fræðslu til almenns starfsfólks.5. Ef nota þarf lyf er skylt að útskýra það eins og unnt er fyrir einstaklingnum. Nota á eins litla skammta og unnt er og fylgjast reglulega með meðferð með það fyrir augum að hætta henni sem fyrst. Að lokum vil ég nefna að Bretarnir lögðu mikla áherslu á hlutverk geðhjálpar við aldraða, en hún getur vart talist fyrir hendi á Íslandi. Einnig var rætt um mikilvægi sérfræðiteyma til að veita ráðgjöf, en hér á landi er ekki einu sinni til þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. Loks kom fram í skýrslu frá 2012 að átakið hafði þegar borið árangur með verulegri fækkun þeirra sem meðhöndlaðir voru með geðlyfjum, hef því miður ekki tölur um það, en ljóst má vera að þær hafa verið vel undir því 31% sem þykir eðlilegt gæðaviðmið á landinu okkar grábrúna.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Hún starfar nú á réttargeðdeild LSH þar sem ekki er eftirspurn eftir sérþekkingu hennar í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun