Þegar Volkswagen varð verðmætasta félag í heimi Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. mars 2017 15:00 Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að Volkswagen stakk mun stærri fyrirtæki af og varð, í nokkrar mínútur, verðmætasta skráða hlutafélag heims? Í lok október 2008 ríkti mikil óvissa í alþjóðlegum kauphöllum. Fjárfestar töpuðu flestir miklu og vegna almennra verðlækkana á mörkuðum reyndist skortsala mörgum vel. Þeir sem skortseldu hlutabréf í Volkswagen eru þó áberandi undantekning en þeir hrundu óafvitandi af stað atburðarás sem verður að teljast lyginni líkust.Skortsalar fóru á flug Skortsala er samkomulag tveggja aðila þar sem fjárfestir lánar öðrum verðbréf sín gegn gjaldi. Viðtakandinn selur bréfin á markaði og treystir að verð þeirra hafi lækkað þegar hann þarf að kaupa bréfin að nýju og komið er að því að skila þeim. Fjölmargir stórir fjárfestar töldu hlutabréf Volkswagen allt of dýr og sáu tækifæri til skortsölu. Einn stærsti hluthafi félagsins, Porsche, hóf þá að bæta við stöðu sína og kaupa bréf í stórum stíl. Þegar tilkynnt var að eign Porsche væri orðin 74% alls hlutafjár fengu skortsalarnir fyrir hjartað. Þar sem önnur 20% voru í eigu hins opinbera var ljóst að afar lítið framboð var á hlutabréfum og erfitt gæti reynst að kaupa bréf til baka og skila. Barist var um þessi fáu bréf sem eftir voru og verð þeirra fór á fleygiferð. Á örfáum dögum fimmfaldaðist verð Volkswagen og í nokkrar mínútur 28. október 2008 varð markaðsverðmætið meira en Exxon Mobil og Volkswagen þar með verðmætasta félag heims, í boði skortsalanna og óvæntra viðskipta Porsche.Sprakk í andlit fjárfesta Að sjálfsögðu entist þetta ekki og fljótlega var verðið aftur orðið eðlilegt eða því sem næst. Skortsalarnir töpuðu heilmiklu á þessu heimsmeti og lýsti talsmaður vogunarsjóðs viðskiptunum sem áhættulítilli fjárfestingu sem breyttist í kjarnorkusprengju og sprakk í andlit þeirra. Miklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki er snertir afleiðuviðskipti frá 2008, meðal annars til að lágmarka líkurnar á að slíkir atburðir geti endurtekið sig. Hluthafar og skortsalar Volkswagen geta því andað örlítið léttar, nema auðvitað að einhver sé að segja ósatt um mengun dísilvéla.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar