Kappaksturinn endaði með slagmálum utan brautar | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 08:00 Kyle Busch gengur í burtu eftir slagsmálin. Vísir/Getty Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017 Aðrar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Slagsmál keppenda rétt eftir keppni stálu senunni í NASCAR-kappakstursmóti í Las Vegas í Bandaríkjunum um helgina. Martin Truex Jr. tryggði sér sigurinn í kappakstrinum en það voru allir að tala um það sem gerðist utan brautar og fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar þegar tveir blóðheitir ökumenn áttu eftir að gera upp hlutina. Kyle Busch endaði kappaksturinn bæði utan brautar og blóðugur í framan eftir hnefauppgjör við annan ökumann eftir að menn voru komnir út úr bílunum. Busch var allt annað en sáttur við Joey Logano eftir að bílar þeirra rákust saman í lokahring kappakstursins. Það að áreksturinn gerðist svo seint í kappakstrinum varð til þess að Kyle Busch var ennþá alveg brjálaður út í Kyle Busch skömmu síðar þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu. Það þurfti bæði aðstoðarmenn ökumannaanna tveggja og aðra til að ná þeim í sundur en báðir náðu þeir nokkrum góðum höggum. Það efast enginn um það að Joey Logano var mjög grimmur í brautinni og það var hann sem snéri bíl Kyle Busch í lokahringnum sem orsakaði það að Kyle Busch tókst ekki að klára keppnina. „Það var ekki mikið talað, bara nóg af hnefahöggum. Ég var bara að gefa allt mitt á lokakaflanum,“ sagði Joey Logano eftir atvikið. „Mér var bara skóflað út úr brautinni. Hann keyrði inn í mig og eyðilagði allt fyrir mér. Svona er keppnismaðurinn Joey og ég ætlaði að láta hann finna fyrir því,“ sagði hinn blóðugi Kyle Busch við blaðamann en hann var greinilega ennþá öskuillur. New York Post fjallaði um uppgjör félaganna innan sem utan brautar og hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar þeir hittust á viðgerðasvæðinu með fyrrnefndum afleiðingum. Enn neðar er síðan myndband frá Fox sjónvarpsstöðinni af atvikinu og þar sést vel þegar yfirgefur svæðið blóðugur í framan sem og áreksturinn í brautinni.There was absolutely perfect video of this NASCAR brawl https://t.co/8izGIbcDhZ via @jeff_gluck pic.twitter.com/RZeXX0fJsR— New York Post Sports (@nypostsports) March 13, 2017
Aðrar íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira