Körfubolti

Westbrook getur ekki hætt að gera þrefaldar tvennur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Russ hefur verið stórkostlegur.
Russ hefur verið stórkostlegur. vísir/getty
Tólf leikur fóru fram í NBA-deildinni í nótt og heldur Russell Westbrook, leikmaður OKC, áfram að fara á kostum en hann gerði sína 32. þreföldu tvennu á tímabilinu.

Westbrook náði því í góðum sigurleik gegn Utah Jazz, 112-104. Hann skoraði 34 stig, gaf 14 stoðsendingar og hirti 11 fráköst. Með þessi hefur hann slegið með Wilt Chamberlain frá árinu 1968 þegar hann gerði 31 þrefalda tvennu á einu tímabili. Metið í deildinni er aftur á móti 41 þreföld tvenna á einu tímabili.

Þá vann San Antonio Spurs frábæran sigur á Golden State Warriors, 107-85, en Warriors hvíldi lykilleikmenn í leiknum.

Úrslit næturinnar má sjá hér að neðan:

Oklahoma City Thunder — Utah Jazz 112-104 

LA Clippers - Philadelphia 76ers 112-100 

Detroit Pistons - New York Knicks 112-92 

Charlotte Hornets - New Orleans Pelicans 112-125 

Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 104-116 

Milwaukee Bucks - Minnesota Timberwolves 102-95 

Miami Heat - Toronto Raptors 104-89 

San Antonio Spurs - Golden State Warriors 107-85 

Memphis Grizzlies - Atlanta Hawks 90-107 

Dallas Mavericks - Phoenix Suns 98-100 

Portland Trailblazers - Washington Wizards 124-125 

Sacramento Kings - Denver Nuggets 92-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×