Bretar klesstu Rollsinn Stjórnarmaðurinn skrifar 12. mars 2017 11:00 Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Hópur þingmanna á breska þinginu hefur nú, þvert á flokkslínur, sett fram þá tillögu að Bretar gangi að nýju í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) þegar þeir ganga úr Evrópusambandinu. Bretar myndu með því hverfa aftur til þeirrar stöðu sem þeir voru í árið 1973 áður en þeir gengu í ESB. Fyrir þá sem ekki muna þá eru Íslendingar meðlimir í EFTA, ásamt Norðmönnum, Liechtenstein og Sviss. Öll aðildarlöndin nema Sviss eru síðan aftur meðlimir að Evrópska efnahagssvæðinu sem veitir aðgang að innri markaði Evrópu, en sneiðir hjá ýmsum öðrum þáttum ESB á borð við tollabandalag og myntbandalag. Þótt Bretar myndu ganga í EFTA myndu þeir sennilega ekki geta fengið aðgang að innri markaðnum, til þess hafa bresk stjórnvöld einfaldlega lagt of mikla áherslu á takmarkanir á innflytjendur og á að tryggja að Bretar heyri ekki undir lögsögu Evrópudómstólsins. Erfitt er að ímynda sér að ESB myndi fallast á miklar málamiðlanir í þeim efnum eftir það sem á undan er gengið. Þingmennirnir telja hins vegar að til einhvers væri að vinna í að nýta sér tiltekna viðskipta- og tollasamninga milli ESB og EFTA, sem draga myndu úr skriffinnsku við tollafgreiðslu og flýta för ferðamanna yfir landamæri í einhverjum mæli. Fríverslun yrði þess utan tryggð við EFTA-þjóðirnar fjórar. Þessi hugmynd þingmannanna lýsir um margt þeirri stöðu sem Bretar hafa komið sér í með útgöngu sinni úr ESB. Um leið og því ferli öllu saman lýkur verða þeir ein sex þjóða í heiminum sem ekki tilheyra fríverslunarbandalagi í einhverri mynd. Hinar þjóðirnar eru varla stórveldi á alþjóðamælikvarða, Máritanía og Sómalía sennilega þeirra þekktastar. Bretar þurfa að finna sér nýjan alþjóðlegan félagsskap nú þegar hillir undir lok aðildar þeirra að Evrópusambandinu. Þingmennirnir sjá þar EFTA sem fyrsta skrefið, en síðan þurfi samninga við Bandaríkin, Japan, Kína og Ástralíu, og ESB í fyllingu tímans. Með þessu verði til samningssamband við lönd sem kaupa um 90% af útflutningi Breta. Einfalt er það hins vegar ekki. Eins og Angus McNeil, formaður Alþjóðaviðskiptanefndar breska þingsins og þingmaður skoskra þjóðernissinna, sagði: „Þetta er eins og við höfum klesst Rollsinn okkar og séum að leita að úr sér gengnum notuðum bíl í staðinn.“Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira