Sjáðu eldræðu Sveinbjörns: Hefur setið í mér í heilt ár það sem var sagt í Körfuboltakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. mars 2017 10:00 Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR í Domino´s-deild karla í körfubolta, var einn hamingjusamasti maður landsins í gærkvöldi þegar liðið hans komst í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í sex ár. ÍR hefur undanfarin fimm ár hafnað í 9.-10. sæti og misst af úrslitakeppninni en í gær vann liðið Keflavík í frábærum, framlengdum leik í Hertz-hellinum. ÍR er nú búið að vinna sjö í röð á heimavelli og mætir Stjörnunni í átta liða úrslitum mótsins. „Ég má til með að koma einu að, Kiddi. Það hefur setið í mér í heilt ár það sem annað hvort þú eða Jonni sögðuð í settinu í fyrra; að liðið væri þjakað af meðalmennsku. Þið skuluð endilega ræða það í settinu á morgun,“ sagði Sveinbjörn við Kristinn Friðriksson, sérfræðing Domino´s-Körfuboltakvölds, eftir leikinn í gær en hann var að skrifa um leikinn fyrir Vísi. Það var ekki Kristinn sem talaði um meðalmennsku ÍR heldur Jón Halldór Eðvaldsson. Hann fór reyndar lengra en það og sagði að það væri viðbjóðslegt að horfa upp á meðalmennskuna hjá félaginu eftir að það missti af úrslitakeppninni fimmta árið í röð.„Þeir eru á höfuðborgarsvæðinu. Takið bara hina gaurana á höfuðborgarsvæðinu sem eru ekki að fá tækifæri og látið þá spila. Hættið þessari meðalmennsku. Náið ykkur í almennilega leikmenn og gerið þetta almennilega,“ sagði Jón Halldór meðal annars. ÍR gerði eins og Jón Halldór kallaði eftir og bætti við sig sterkum leikmönnum. Því miður náðu fæstir þeirra að hjálpa mikið til á tímabilinu vegna meiðsla og annarra ástæðna en þrátt fyrir skakkaföllin er ÍR komið í úrslitakeppnina og Sveinbjörn er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Þetta lið er svo fjarri því að vera þjakað af meðalmennsku. Þú sérð best að í þetta lið vantar fjóra menn; Stefán Karel [Torfason], Hjalta [Friðriksson], Kidda [Kristinn Marinósson] og Tedda [Vilhjálm Theodór Jónsson] sem fór í vetur,“ sagði Sveinbjörn. „Það er ekkert lið í þessari deild sem má við því að missa fjóra mjög öfluga leikmenn. Við erum að standast þetta og ég vil meina að það eru menn eins og Hákon [Örn Hjálmarsson], Sæþór [Elmar Kristjánsson] og Sigurkarl [Róbertsson] einna helst sem eru að koma inn í þetta. Þeir hugsanlega hefðu annars ekki fengið tækifæri.“ „Munið það að þetta lið er allt annað en í meðalmennsku,“ sagði Sveinbjörn Claessen. Það er hægt að lofa því að Jón Halldór Eðvaldsson mun fara yfir þetta með hinum sérfræðingum Domino´s-Körfuboltakvölds sem verður í beinni frá Viking Brugghúsi klukkan 21.15 í kvöld.Meðalmennskan var ekki mikil hjá ÍR í gær og fögnuðurinn svakalegur.vísir/stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira