Golf

Tiger gæti misst af Masters

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mun Tiger snúa aftur á golfvöllinn eða gefst hann upp og hættir?
Mun Tiger snúa aftur á golfvöllinn eða gefst hann upp og hættir? VÍSir/getty
Tiger Woods mun ekki taka þátt í boðsmóti Arnold Palmer í næstu viku og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur út á golfvöllinn.

Þessi fyrrum besti kylfingur heims hefur ekki spilað síðan hann meiddist í bakinu í upphafi febrúarmánaðar.

Tiger hefur unnið Masters-mótið fjórum sinnum á ferlinum en þetta skemmtilega fyrsta risamót ársins hefst þann 6. apríl næstkomandi.

„Ég er mjög vonsvikinn að missa af næsta móti því ég vildi heiðra Arnold. Þetta er mót sem ég vildi alls ekki missa af því mér þótti svo vænt um Arnold,“ sagði Tiger svekktur.

„Ég leit á Arnold sem náin vin. Hans verður sárt saknað og það mun aldrei neinn koma í hans stað.“

Palmer lést í september á síðasta ári. 87 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×