Ástandið í Leifsstöð: Farþegum snúið við í landgangi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. mars 2017 17:48 Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað. Mynd/Pjetur Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar. Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Átján áætlunarflugum hefur verið seinkað vegna rýmingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í dag. Sjá einnig: Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í Vopnaleit og von á töfum á flugiKristján Gunnar Valdimarsson er staddur í Leifsstöð en hann var við það stíga um borð í vél Easy Jet til Genfar. Áætluð brottför var klukkan 16:50 en nú hefur fluginu verið seinkað til klukkan 19:00. „Allir farþegar eru núna á fyrstu hæðinni, þar sem innritunin fer fram. Hér bíður fólk í röð frá stiganum og niður, það er löng röð út eftir öllu,“ segir Kristján en að hans sögn virðist engin hreyfing virðist vera á röðinni. Ástæðan fyrir rýmingunni var sú að um þrjúleytið í dag lenti flugvél í Keflavík sem var að koma frá Nuuk í Grænlandi en farþegar vélarinnar fóru ekki í gegnum vopnaleit sem samræmist alþjóðlegum stöðlum. Til stóð að gera vopnaleit á þessum farþegum áður en þeir kæmu inn í flugstöðina en mistök urðu til þess að það var ekki gert. Því þurfti að rýma alla efri hæðina. Allir farþegar sem staddir voru á efri hæð þurftu að yfirgefa hæðina, einnig tengifarþegar. Þá var farþegum sem voru staddir í landgangi, og þar með rétt ókomnir inn í vél, einnig gert að snúa við og fara á neðri hæð hússins.Ekkert tilkynnt um ástæður rýmingarinnarAð sögn Kristjáns var mannskapnum smalað burt í snarhasti af starfsfólki sem gat ekki gefið upp ástæðurnar að baki rýmingunni eða svarað spurningum farþega. Hann fullyrðir að ekki hafi heyrst nein tilkynning í hátalarakerfinu um ástæður aðgerðanna. Kristján bendir jafnframt á að margir hafi eflaust keypt áfengi í Fríhöfninni á efri hæð flugstöðvarinnar og því líkur á að slíkt góss verði tekið af fólki þegar það fer aftur í gegnum öryggisleit vegna gildandi vökvatakmarkana. Mikill háannatími er í flugstöðinni á þessum tíma dags en um tvö til þrjú þúsund manns voru í flugstöðinni. Uppfært kl. 18:50 Áfengi sem farþegar keyptu í Fríhöfninni áður en efri hæð Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var rýmd fyrr í dag mun ekki vera tekið af þeim. Þetta staðfesti Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. „Farþegarnir fá ekki að fara með áfengið aftur í gegnum vopnaleitina en allir sem keyptu eitthvað fá kvittun sem þeir geta framvísað í Fríhöfninni og fengið það sama og þeir keyptu.“ Að sögn Guðna gengur ágætlega að koma farþegunum, sem eru um þrjú þúsund talsins, í gegnum öryggisleit. Stefnt er að því að allir verði komnir í gegn klukkan 19:00. Hlið hafa verið opnuð á ný og farþegar farnir að fjölmenna í vélarnar.
Tengdar fréttir Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Uppnám í Leifsstöð: Allir settir í vopnaleit og von á töfum á flugi Um tvö til þrjú þúsund manns eru í flugstöðinni og er ekki vitað hvað þessi vopnaleit mun taka langan tíma. 29. mars 2017 16:52