Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2017 15:44 Ólafur Ólafsson er athafnamaður og rís sannarlega undir þeim óræða titli; hann er harðduglegur og mikill ævintýramaður. Ólafur Ólafsson fjárfestir er maður dagsins eftir að rannsóknarnefnd Alþingis kynnti ítarlega skýrslu sína um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þar kemur fram að potturinn og pannan í öllum þeim gerningi, sem einkenndist af blekkingum og baksamningum, var Ólafur Ólafsson. Vísir hefur greint ítarlega frá þessum gerningum.Slúðursögur og grátt grínEn, hver er Ólafur Ólafsson? Um hann ganga nú sögur, þær fara hátt og draga menn hvergi af sér: Það eru til tvær tegundir af bisnessmönnum á Íslandi, sagði einn heimildarmaður Vísis digurbarkalega: Sá sem Ólafur hefur svikið og sá sem Ólafur á eftir að svíkja. Þá heyrði Vísir af sérstöku golfmóti sem haldið er árlega og inngönguskilyrðin eru þau að hafa verið sviðinn í viðskiptum við Ólaf Ólafsson. Mótið er jafnan vel sótt, segir sagan.Ólafur ólst upp á Blönduósi fyrstu árin og þá í Borgarnesi. Hann er skilgetinn sonur Sambandsins.visir/vilhelmEn hvað sem þessum slúðursögum og hálfkæringi líður er víst að Ólafur er sérlega harðdrægur í viðskiptum. Hér verður stiklað á stóru um þennan mann dagsins.Fæddur inn í SambandiðÓlafur er sonur Ólafs Sverrissonar sem var stjórnarformaður Sambandsins sáluga, fæddur 23. janúar 1957 og er því í vatnsberamerkinu. Sem ungabarn fluttist hann með foreldrum sínum til Blönduóss þar sem hann bjó næsta áratuginn. Þaðan fluttist fjölskyldan til Borgarness en þar starfaði faðir Ólafs sem kaupfélagsstjóri um árabil. Ólafur er þannig fæddur inn í SÍS, skilgetinn sonur, viðskiptaveldi sem kennt hefur verið við Framsóknarflokkinn. Fullyrt er að Ólafur tengist flokknum traustum böndum og sé einn helsti bakhjarl hans, án þess að það hafi fengist staðfest.Kynnist Finni í SamvinnuskólanumÓlafur gekk í Samvinnuskólann og kynntist þar Kristjáni Skarphéðinssyni, sem starfaði seinna í sjávarútvegsráðuneytinu, og Finni Ingólfssyni sem seinna varð helsti foringi Framsóknarflokksins; ráðherra og seinna Seðlabankastjóri áður en hann fór yfir í sjálfstæðan rekstur.Ólafur og Finnur kynntust í Samvinnuskólanum og hafa þeir félagarnir brallað eitt og annað saman síðan þá.Greint var frá því í DV á sínum tíma að Ólafur hefði 1989 verið ráðinn sem forstjóri Álafoss, sem þá var eitt helsta iðnfyrirtæki landsins. Þar kemur fram að Ólafur hafi strax að loknu námi í Samvinnuskólanum stofnað fyrirtækið Icewear. Það fyrirtæki sá um að selja afklippur af fiíkum og lax til útlanda og síðar ullarfatnað. „Ólafur rak Icewear á meðan hann var í viðskiptafræði í Háskóla íslands. En árið 1984 seldi hann fyrirtækið og úr varð fyrirtækið Árblik. Ólafur hélt áfram að starfa fyrir það en á erlendri grund, fyrst í Bandaríkjunum en síðar í Frakklandi.“Í mörg horn að lítaÍ fyrrnefndri umfjöllun DV kemur fram að Ólafur sé harðduglegur og mikill samningsmaður. Að loknu námi í viðskiptafræðinni bjó Ólafur í Bandaríkjunum, vegna Árbliks, þá í Frakklandi, í Lyon, við að selja vörur Árbliks. En, Ólafur var ekki lengi hjá Álafossi, því árið 1990 var hann ráðinn forstjóri Samskipa og hefur lengstum verið kenndur við það fyrirtæki. Árið 2003 varð hann starfandi stjórnarformaður þess fyrirtækis en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar, þá hefur hann haft eitt og annað að sýsla og í mörg horn að líta á þessum árum.Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. Geir H. Haarde fylgist með sem og Ólafur Ólafsson.visir/gvaÓlafur telst til S-hópsins svokallaða, sem er hópur fjárfesta og fyrirtækja, sem eiga rætur sínar að rekja til Sambandsins. Þegar S-hópurinn keypti Búnaðarbankann árið 2003 töldust til þess hóps Ker, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnutryggingar, síðar Gift ehf. Forstjóri VÍS á þeim tíma var Finnur Ingólfsson en stjórnarformaður VÍS var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason, sem síðar var stjórnarformaður Giftar. „Eignatengsl tveggja stærstu blokka S-hópsins, fyrirtækja sem tengd eru Ólafi og Keri annars vegar og fyrirtækja sem tengd eru VÍS, Þórólfi og Finni hins vegar, hafa minnkað mjög frá því sem áður var,“ segir í nærmynd Morgunblaðsins frá 2009 sem heitir því viðeigandi heiti: „Með fingurna í mörgu“.Á því herrans ári 2007Samkvæmt Wikipedia kom Ólafur við sögu í baráttunni um Ker hf. og var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn fjárfestingarfélaginu Gretti hf. í baráttunni um félagið. Ólafur er stjórnarformaður Alfesca og einnig Kjalars Invest sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Og, hann fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann, eins og fram hefur komið. Þá er vert að geta þess að í upphafi árs 2007, á því herrans ári, stofnaði Ólafur, ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, velgerðarsjóð sem ætlað er að styrkja fátæk börn í Afríku til mennta. Hjónin lögðu fram einn milljarð króna sem stofnfé sjóðsins.Elton John við komuna til landsins, úti á Reykjavíkurflugvelli en nokkur leynd ríkti um afmælistónleikana. Poppstjarnan mun hafa þegið 70 milljónir fyrir klukkutíma konsert.stöð 2Árið 2007 var minnisstætt í lífi þjóðar og lífi Ólafs persónulega, ekki síst, því þá varð hann fimmtugur. Hann blés til mikillar veislu í tilefni tímamótanna og var hún haldin í Ísheimum, frystigeymslu Samskipa við Vogabakka. Þarna var góðærið að nálgast hápunkt sinn, menn átu gullspæni í annað hvert mál og Ólafur flutti til landsins sjálfan Elton John til að spila í afmælinu sínu. Voru sögusagnir þess efnis að Elton John hafi tekið litlar 70 milljónir fyrir að leika nokkur laga sinna fyrir Ólaf. Og þótti ekki mikið, en Elton spilaði í klukkustund.Harður í horn að takaEins og fram hefur komið er Ólafur harður í horn að taka og á það við um hvað eina. Sumarið 2007 hófust harðvítugar deilur milli Ólafs og nágranna hans í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, þar sem Ólafur á glæsilegt sumarhús. Kvörtuðu nágrannarnir undan hávaða frá þyrlu sem Ólafur notar til að ferðast milli Reykjavíkur og sumarbústaðar síns, en hann gaf lítið fyrir kvartanirnar. Í október 2008 kom svo bölvað hrunið og ballið virtist búið. Í maí 2009 var gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu Ólafs og einnig í sumarbústað hans í sambandi við kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi. Hann var sakfelldur fyrir Hæstarétti þann 12. febrúar 2015 fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Ólafur, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson birtust í athyglisverðu viðtali á Stöð 2, meðan þeir dvöldu á Kvíabryggju.stöð 2Ólafur hóf afplánun dómsins þann 24. febrúar 2015. Ólafur er mjög ósáttur við dóminn og telur kerfið hafa brugðist. Þetta má sjá í eftirminnilegu viðtali sem Þorbjörn Þórðarson tók við Ólaf og þá Sigurð Einarssonar og Magnús Guðmundsson bankamenn, en þeir afplánuðu með Ólafi á Kvíabryggju. Hann hefur kært íslenska ríkið og hefur eiginkona hans Ingibjörg skrifað greinar um málið sem Vísir hefur birt og hafa þær vakið mikla athygli en þar talar Ingibjörg meðal annars um nornaveiðar. Vera bankamannanna á Kvíabryggju vakti mikla athygli og þá komst Ólafur í fréttir þegar hann lenti í þyrluslysi á þeim tíma sem hann var að afplána dóm sinn, eftir að hann var kominn á Vernd.Á fílaveiðum með sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-ThaniÓlafur er mikill ævintýramaður. Samkvæmt áðurnefndri umfjöllun DV er hann mikill áhugamaður um gæsaskytterí, fjallgöngur og flug. Hann er með einkaflugmannspróf og á Frakklandsárum sínum hjá Árbliki kleif hann hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc í Frakklandi. Hann hefur klifið helstu fjöll í Englandi og síðast en ekki síst á íslandi.Ingibjörg, eiginkona Ólafs, hefur ritað pistla til varnar manni sínum og hafa þeir vakið verulega athygli.Hann náði að viðhalda þessum útivistaráhuga þegar hann kynntist bróður krónprinsins í Katar, sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, en Ólafur er góðvinur konungsfjölskyldunnar allrar. „Munu þeir Al-Thani t.a.m. hafa farið saman á villidýraveiðar í Afríku. Ólafur kom á tengslum milli hans og Kaupþings, sem varð til þess að Al-Thani átti að hafa keypt 5% hlut í Kaupþingi síðasta haust,“ segir í umfjöllum Morgunblaðsins frá 2009. Í áðurnefndu viðtali Þorbjörns Þórðarsonar kom meðal annars fram að Ólafur gæti vel hugsað sér að halda áfram að starfa á Íslandi, þó kerfið væri slæmt væri fólk upp til hópa ágætt og landið fagurt. Hann lét ekki sitja við orðin tóm og eru nú samningar sem hann gerði við Reykjavíkurborg um bygginga íbúða á Héðinsreitnum svokallaða vestur í bæ annars vegar og á Skeljatanga hins vegar, viðskipti fyrir fleiri milljarða króna, umdeildir í ljósi þess sem fram kom í dag. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22 Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir er maður dagsins eftir að rannsóknarnefnd Alþingis kynnti ítarlega skýrslu sína um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Þar kemur fram að potturinn og pannan í öllum þeim gerningi, sem einkenndist af blekkingum og baksamningum, var Ólafur Ólafsson. Vísir hefur greint ítarlega frá þessum gerningum.Slúðursögur og grátt grínEn, hver er Ólafur Ólafsson? Um hann ganga nú sögur, þær fara hátt og draga menn hvergi af sér: Það eru til tvær tegundir af bisnessmönnum á Íslandi, sagði einn heimildarmaður Vísis digurbarkalega: Sá sem Ólafur hefur svikið og sá sem Ólafur á eftir að svíkja. Þá heyrði Vísir af sérstöku golfmóti sem haldið er árlega og inngönguskilyrðin eru þau að hafa verið sviðinn í viðskiptum við Ólaf Ólafsson. Mótið er jafnan vel sótt, segir sagan.Ólafur ólst upp á Blönduósi fyrstu árin og þá í Borgarnesi. Hann er skilgetinn sonur Sambandsins.visir/vilhelmEn hvað sem þessum slúðursögum og hálfkæringi líður er víst að Ólafur er sérlega harðdrægur í viðskiptum. Hér verður stiklað á stóru um þennan mann dagsins.Fæddur inn í SambandiðÓlafur er sonur Ólafs Sverrissonar sem var stjórnarformaður Sambandsins sáluga, fæddur 23. janúar 1957 og er því í vatnsberamerkinu. Sem ungabarn fluttist hann með foreldrum sínum til Blönduóss þar sem hann bjó næsta áratuginn. Þaðan fluttist fjölskyldan til Borgarness en þar starfaði faðir Ólafs sem kaupfélagsstjóri um árabil. Ólafur er þannig fæddur inn í SÍS, skilgetinn sonur, viðskiptaveldi sem kennt hefur verið við Framsóknarflokkinn. Fullyrt er að Ólafur tengist flokknum traustum böndum og sé einn helsti bakhjarl hans, án þess að það hafi fengist staðfest.Kynnist Finni í SamvinnuskólanumÓlafur gekk í Samvinnuskólann og kynntist þar Kristjáni Skarphéðinssyni, sem starfaði seinna í sjávarútvegsráðuneytinu, og Finni Ingólfssyni sem seinna varð helsti foringi Framsóknarflokksins; ráðherra og seinna Seðlabankastjóri áður en hann fór yfir í sjálfstæðan rekstur.Ólafur og Finnur kynntust í Samvinnuskólanum og hafa þeir félagarnir brallað eitt og annað saman síðan þá.Greint var frá því í DV á sínum tíma að Ólafur hefði 1989 verið ráðinn sem forstjóri Álafoss, sem þá var eitt helsta iðnfyrirtæki landsins. Þar kemur fram að Ólafur hafi strax að loknu námi í Samvinnuskólanum stofnað fyrirtækið Icewear. Það fyrirtæki sá um að selja afklippur af fiíkum og lax til útlanda og síðar ullarfatnað. „Ólafur rak Icewear á meðan hann var í viðskiptafræði í Háskóla íslands. En árið 1984 seldi hann fyrirtækið og úr varð fyrirtækið Árblik. Ólafur hélt áfram að starfa fyrir það en á erlendri grund, fyrst í Bandaríkjunum en síðar í Frakklandi.“Í mörg horn að lítaÍ fyrrnefndri umfjöllun DV kemur fram að Ólafur sé harðduglegur og mikill samningsmaður. Að loknu námi í viðskiptafræðinni bjó Ólafur í Bandaríkjunum, vegna Árbliks, þá í Frakklandi, í Lyon, við að selja vörur Árbliks. En, Ólafur var ekki lengi hjá Álafossi, því árið 1990 var hann ráðinn forstjóri Samskipa og hefur lengstum verið kenndur við það fyrirtæki. Árið 2003 varð hann starfandi stjórnarformaður þess fyrirtækis en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar, þá hefur hann haft eitt og annað að sýsla og í mörg horn að líta á þessum árum.Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. Geir H. Haarde fylgist með sem og Ólafur Ólafsson.visir/gvaÓlafur telst til S-hópsins svokallaða, sem er hópur fjárfesta og fyrirtækja, sem eiga rætur sínar að rekja til Sambandsins. Þegar S-hópurinn keypti Búnaðarbankann árið 2003 töldust til þess hóps Ker, VÍS, Samvinnulífeyrissjóðurinn og Samvinnutryggingar, síðar Gift ehf. Forstjóri VÍS á þeim tíma var Finnur Ingólfsson en stjórnarformaður VÍS var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Þórólfur Gíslason, sem síðar var stjórnarformaður Giftar. „Eignatengsl tveggja stærstu blokka S-hópsins, fyrirtækja sem tengd eru Ólafi og Keri annars vegar og fyrirtækja sem tengd eru VÍS, Þórólfi og Finni hins vegar, hafa minnkað mjög frá því sem áður var,“ segir í nærmynd Morgunblaðsins frá 2009 sem heitir því viðeigandi heiti: „Með fingurna í mörgu“.Á því herrans ári 2007Samkvæmt Wikipedia kom Ólafur við sögu í baráttunni um Ker hf. og var í forsvari fyrir Kjalar ehf. sem hafði betur gegn fjárfestingarfélaginu Gretti hf. í baráttunni um félagið. Ólafur er stjórnarformaður Alfesca og einnig Kjalars Invest sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings banka. Og, hann fór fyrir hópnum sem keypti Búnaðarbankann, eins og fram hefur komið. Þá er vert að geta þess að í upphafi árs 2007, á því herrans ári, stofnaði Ólafur, ásamt konu sinni Ingibjörgu Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, velgerðarsjóð sem ætlað er að styrkja fátæk börn í Afríku til mennta. Hjónin lögðu fram einn milljarð króna sem stofnfé sjóðsins.Elton John við komuna til landsins, úti á Reykjavíkurflugvelli en nokkur leynd ríkti um afmælistónleikana. Poppstjarnan mun hafa þegið 70 milljónir fyrir klukkutíma konsert.stöð 2Árið 2007 var minnisstætt í lífi þjóðar og lífi Ólafs persónulega, ekki síst, því þá varð hann fimmtugur. Hann blés til mikillar veislu í tilefni tímamótanna og var hún haldin í Ísheimum, frystigeymslu Samskipa við Vogabakka. Þarna var góðærið að nálgast hápunkt sinn, menn átu gullspæni í annað hvert mál og Ólafur flutti til landsins sjálfan Elton John til að spila í afmælinu sínu. Voru sögusagnir þess efnis að Elton John hafi tekið litlar 70 milljónir fyrir að leika nokkur laga sinna fyrir Ólaf. Og þótti ekki mikið, en Elton spilaði í klukkustund.Harður í horn að takaEins og fram hefur komið er Ólafur harður í horn að taka og á það við um hvað eina. Sumarið 2007 hófust harðvítugar deilur milli Ólafs og nágranna hans í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, þar sem Ólafur á glæsilegt sumarhús. Kvörtuðu nágrannarnir undan hávaða frá þyrlu sem Ólafur notar til að ferðast milli Reykjavíkur og sumarbústaðar síns, en hann gaf lítið fyrir kvartanirnar. Í október 2008 kom svo bölvað hrunið og ballið virtist búið. Í maí 2009 var gerð húsleit í fyrirtækjum í eigu Ólafs og einnig í sumarbústað hans í sambandi við kaup Al Thani á hlut í Kaupþingi. Hann var sakfelldur fyrir Hæstarétti þann 12. febrúar 2015 fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Ólafur, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson birtust í athyglisverðu viðtali á Stöð 2, meðan þeir dvöldu á Kvíabryggju.stöð 2Ólafur hóf afplánun dómsins þann 24. febrúar 2015. Ólafur er mjög ósáttur við dóminn og telur kerfið hafa brugðist. Þetta má sjá í eftirminnilegu viðtali sem Þorbjörn Þórðarson tók við Ólaf og þá Sigurð Einarssonar og Magnús Guðmundsson bankamenn, en þeir afplánuðu með Ólafi á Kvíabryggju. Hann hefur kært íslenska ríkið og hefur eiginkona hans Ingibjörg skrifað greinar um málið sem Vísir hefur birt og hafa þær vakið mikla athygli en þar talar Ingibjörg meðal annars um nornaveiðar. Vera bankamannanna á Kvíabryggju vakti mikla athygli og þá komst Ólafur í fréttir þegar hann lenti í þyrluslysi á þeim tíma sem hann var að afplána dóm sinn, eftir að hann var kominn á Vernd.Á fílaveiðum með sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-ThaniÓlafur er mikill ævintýramaður. Samkvæmt áðurnefndri umfjöllun DV er hann mikill áhugamaður um gæsaskytterí, fjallgöngur og flug. Hann er með einkaflugmannspróf og á Frakklandsárum sínum hjá Árbliki kleif hann hæsta fjall Evrópu, Mont Blanc í Frakklandi. Hann hefur klifið helstu fjöll í Englandi og síðast en ekki síst á íslandi.Ingibjörg, eiginkona Ólafs, hefur ritað pistla til varnar manni sínum og hafa þeir vakið verulega athygli.Hann náði að viðhalda þessum útivistaráhuga þegar hann kynntist bróður krónprinsins í Katar, sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, en Ólafur er góðvinur konungsfjölskyldunnar allrar. „Munu þeir Al-Thani t.a.m. hafa farið saman á villidýraveiðar í Afríku. Ólafur kom á tengslum milli hans og Kaupþings, sem varð til þess að Al-Thani átti að hafa keypt 5% hlut í Kaupþingi síðasta haust,“ segir í umfjöllum Morgunblaðsins frá 2009. Í áðurnefndu viðtali Þorbjörns Þórðarsonar kom meðal annars fram að Ólafur gæti vel hugsað sér að halda áfram að starfa á Íslandi, þó kerfið væri slæmt væri fólk upp til hópa ágætt og landið fagurt. Hann lét ekki sitja við orðin tóm og eru nú samningar sem hann gerði við Reykjavíkurborg um bygginga íbúða á Héðinsreitnum svokallaða vestur í bæ annars vegar og á Skeljatanga hins vegar, viðskipti fyrir fleiri milljarða króna, umdeildir í ljósi þess sem fram kom í dag.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22 Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ekki hægt að sækja neinn til saka fyrir bankablekkinguna Brot sem áttu sér stað fyrir meira en tíu árum síðar eru fyrnd. 29. mars 2017 12:22
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Geir um skýrsluna: "Dapurlegra en orð fá lýst“ Geir H. Haarde var fjármálaráðherra þegar hlutabréf í Búnaðarbankanum voru seld S-hópnum og staðfesti kaupin sem slíkur. Hann segir það "dapurlegra en orð fá lýst“ að stjórnvöld sem seldu þessa eign almennings í góðri trú og í samræmi við lagaheimildir, hafi verið blekkt varðandi aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum. 29. mars 2017 15:45
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56