Hörður tryggði fyrsta sigurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Hörður Björgvin Magnússon setur boltann smekklega yfir írska varnarvegginn og skorar sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið. vísir/getty Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Ísland vann 0-1 sigur á Írlandi á Aviva-vellinum í Dublin í gær, í fyrsta leik þjóðanna í 20 ár. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Íslands á Írlandi en hann kom í áttundu tilraun. Eina mark leiksins kom á 20. mínútu. Kjartan Henry fiskaði þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Venjulega kemur það í hlut Gylfa Þórs Sigurðssonar að taka aukaspyrnur á þessum stað en þar sem Swansea-maðurinn var ekki með í gær steig Hörður Björgvin Magnússon fram. Hann sveiflaði vinstri fætinum og setti boltann yfir varnarvegg Íra og í nærhornið, óverjandi fyrir Keiren Westwood, markvörð heimamanna. Glæsilegt mark og það fyrsta hjá Herði Björgvini fyrir íslenska landsliðið. Heimir Hallgrímsson gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá sigrinum á Kósóvó á föstudaginn. Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson voru þeir einu sem héldu sætum sínum í byrjunarliðinu. Leikurinn í gær var heldur rislítill og lítið fyrir augað. Færin voru engin og boltinn var mikið í loftinu. Sigur Íslands var þó sanngjarn á erfiðum útivelli. Holningin á íslenska liðinu var góð og varnarleikurinn til mikillar fyrirmyndar. Jón Daði Böðvarsson og Kjartan Henry Finnbogason voru afar vinnusamir í fremstu víglínu og kantmennirnir Rúrik Gíslason og Aron Sigurðarson voru duglegir að hjálpa bakvörðunum. Aron átti líka ágætis spretti í fyrri hálfleik en minna fór fyrir Rúrik þegar íslenska liðið var með boltann. Sóknarleikur Íranna var einhæfur en það eina sem þeir buðu upp á voru endalausar fyrirgjafir sem íslensku miðverðirnir réðu vel við. Sverrir Ingi Ingason var gríðarlega öflugur og spilaði sinn besta landsleik til þessa. Líkt og í leiknum gegn Kósóvó gekk Íslandi heldur illa að halda boltanum innan liðsins. Þó brá fyrir einstaka samleiksköflum í fyrri hálfleik, þótt þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var meiri kraftur í Írunum í seinni hálfleik en þeir ógnuðu ekki neitt. Bæði vantaði hugmyndaauðgi í sóknarleik þeirra og þá varðist íslenska liðið mjög vel. Til marks um það átti Írland ekki eitt einasta skot á íslenska markið í leiknum. Heimir Hallgrímsson getur vel við unað eftir landsleikina tvo í vikunni. Báðir unnust þeir og varnarleikurinn í þeim var sterkur. Sóknarleikur íslenska liðsins hefur þó oft verið betri.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira