Fábrotið námsval í grunnskólum - hefur það áhrif? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 24. mars 2017 13:09 Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla frá menntamálaráðuneytinu þar sem fram kemur að talsvert vanti upp á að viðmiðunartími Aðalnámskrár í verk- og listgreinum sé virtur.Eru takmarkanir á námsframboði í grunnskóla mögulega hættulegar? Það gengur ekki kæra þjóð að einn mikilvægasti hlekkur menntakerfisins grunnskólinn sjálfur ýti undir og styðji beint við þann veruleika að ungt fólk komist ekki í snertingu við möguleikana sem fyrir hendi eru þegar kemur að námsvali. Að börn og ungmenni fari meðvitað í gegnum grunnskóla með takmarkaða snertingu við verk- og listgreinar. Að þannig sé búið um að brotið sé á börnum og ungmennum þegar kemur að þeirri viðmiðun sem gengið er út frá í Aðalnámskrá um fjölda kennslustunda innan greinanna. Grunnskólanum ber skylda til að veita menntun fyrir alla og þá um leið að virða viðmið um áætlaðan tímafjölda undir þær námsgreinar sem lögbundnar eru í Aðalnámskrá og eru um leið undirstaða undir frekara námsval til framtíðar litið. Það er þannig að reynsla okkar og já reynsla okkar úr grunnskóla mótar okkur sem einstaklinga - heldur betur. Við sem einstaklingar byggjum ávalt á því sem fyrir er og því skiptir það gríðarlega miklu máli að grunnskólinn ein aðal grunnstoð samfélagsins sinni verkefni sínu sem er að styðja við þátttöku allra til lengri tíma litið og ekki síst með því að veita það námsval sem lög gera ráð fyrir.Í hverju felst alvarleikinn? Alvarleiki málsins felst í því að kerfið er meðvitað að taka frá hópi grunnskólabarna vonina sem sá hópur býr með í brjósti sér til framtíðar litið. Námsval byggir á reynslu ekki síst þeirri menningu og jafnvel hefðum sem ríkja í umhverfinu hverju sinni. Þegar heilu árgangarnir á grunnskólaaldri fara í gegnum grunnskólagönguna sína með eins takmarkaða kennslu í verk- og listgreinum og niðurstöður skýrslu menntamálaráðuneytisins gefur til kynna er ekki hægt að horfa framhjá því að það hafi mögulega áhrif. Áhrif til lengri tíma. Ungmenni með áhugasvið sitt á list- og verkgreinar fá ekki sömu tækifærin á grunnskólagöngu sinni og þau sem tengja áhugasvið sitt við bóknám. Það skýtur ekki síður skökku við að um leið og kallað er eftir aukinni aðsókn í til að mynda iðnnám að á sama tíma er grunnstoðinni kippt undan, það er tækifærunum fækkað á fyrri stigum til að ýta undir áhuga og gera því námsvali jafnhátt undir höfði og til að mynda bóknámi.Grunnskólinn er grunnstoð fyrir alla og um leið ákveðinn stökkpallur út í fjölbreytt námsval Fjármagn er af skornum skammti er sagt. Grunnstoðirnar blæða. Æskan verður undir. Við sem samfélag verðu hins vegar að fara að standa með æskunni á svo mörgum sviðum og að því sögðu má segja að grunnskólinn sé einn öflugasti vettvangurinn til þess. Því skiptir máli að í því lögbundna umhverfi sem rammar inn réttlæti og jöfnuð sem grunnskólanum ber skylda til standist þær kröfur sem gerðar eru hverju sinni.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun