Körfubolti

Borðaði yfir 5.000 kaloríur af sælgæti á dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Howard er stór strákur sem þarf að næra sig en þetta var kannski fullmikið af hinu góða.
Howard er stór strákur sem þarf að næra sig en þetta var kannski fullmikið af hinu góða. vísir/getty
NBA-stjarnan Dwight Howard glímdi við vanda í heilan áratug sem er ansi ólíkur þeim vanda sem flestir aðrir í hans starfi lenda í.

Hann var nefnilega nammifíkill og var að borða um 24 súkkulaðistykki á dag. Hann var með heilu kassana af sælgæti inn í búningsklefa.

Sælgætið sem hann borðaði helst var Skittles, Starburst, Rolo, Snickers, Mars, Twizzlers, Almond Joys, Kit Kat og uppáhaldið hans var Reese's Pieces.

„Hann át allt sælgæti. Nefndu það bara. Hann borðaði það,“ sagði Dr. Cate Shanahan sem var næringarfræðingur hjá LA Lakers er Howard var þar.

Í heildina var Howard að borða yfir 5.500 kaloríur á dag bara af sælgæti.

Shanahan hjálpaði Howard að ná stjórn á þessu vandamáli er hann var kominn með doða í hendurnar sem gerðu honum erfitt að grípa boltann. Ekki sérstök staða fyrir mann í hans stöðu.

Þeim tókst að koma Howard á rétta braut fyrir fjórum árum síðan en þá var hann búinn að raða í sig óhóflegu magni af sælgæti í að minnsta kosti tíu ár.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×