Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Fimm af þessum sex ráðherrum sem þarna sitja myndu þurfa að finna sér ný störf ef niðurstöður kosninga yrðu í takti við nýju könnunina. vísir/ernir Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis fimm flokkar ættu fulltrúa á Alþingi en í dag eru þeir sjö. Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar yrðu í stöðu til þess að mynda þriggja flokka ríkisstjórn. Þar yrðu Vinstri græn með 19 þingmenn, Píratar 10 og Samfylkingin með sex, samtals 35 þingmenn af 63. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar yrði Sjálfstæðisflokkurinn enn stærsti flokkurinn á Alþingi með 32,1 prósents fylgi. Vinstri græn yrðu næststærsti flokkurinn með 27,3 prósenta fylgi. Þessir tveir flokkar yrðu langstærstu flokkarnir á Alþingi. Breytingin á fylgi Sjálfstæðisflokksins frá alþingiskosningunum í október er innan vikmarka og fylgið er nánast það sama og mældist í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, um miðjan desember. Fylgi Vinstri grænna hefur hins vegar aukist verulega. Það var 15,9 prósent í kosningunum og 17 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem var gerð áður en Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn.Fylgi flokka og skipting þingsæta samkvæmt nýrri könnun.Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn samkvæmt nýju könnuninni. Hann er með rúmlega 14 prósenta fylgi og er það nánast sama fylgi og flokkurinn fékk í alþingiskosningunum. Samfylkingin er fjórði stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt könnuninni, með 8,8 prósenta fylgi. Flokkurinn sækir í sig veðrið frá síðustu kosningum í lok október og frá síðustu könnun Fréttablaðsins sem gerð var í desember. Í desemberkönnuninni var flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi en fékk 5,7 prósent upp úr kjörkössunum. Samkvæmt nýju könnuninni myndi flokkurinn fá sex þingmenn og þingflokkurinn því tvöfaldast. Framsóknarflokkurinn er með 7 prósenta fylgi í könnuninni og yrði minnsti þingflokkurinn á Alþingi, með fimm þingmenn. Björt framtíð fengi 3,8 prósent, Viðreisn 3,1 prósent og Flokkur fólksins 2,7 prósent. Aðferðafræði könnunarinnarHringt var í 1.242 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 20. og 21. mars. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tók 58,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Hins vegar sögðust 12,6 prósent ekki ætla að kjósa eða skila auðu, 5,4 prósent sögðust óákveðin og 23,9 prósent sögðust ekki ætla að svara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira