Ríkinu stefnt vegna skerðinga á lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun