„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 07:00 Íslenska landsliðið og starfsfólk KSÍ stilltu sér upp fyrir myndatöku en liðið æfði í fyrsta sinn í gær í Parma á Ítalíu. vísir/eiríkur stefán „Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
„Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00