Ræddum við ráðherrann Ellert B. Schram skrifar 22. mars 2017 07:00 Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Já, það hefur verið nóg að gera hjá mér, eftir að hafa verið kosinn formaður í Félagi eldri borgara hér í höfuðborginni. Fundir og heimsóknir hér og hvar, uppákomur og atburðir og svo náttúrlega afskipti af málefnum eldri borgara inn á við og út um allt. Þetta er auðvitað meira og minna gaman, ef frá eru svo talin hagsmunamálin, tryggingabæturnar, húsnæðismálin, heilsuþjónustan og frítekjumörkin! Vandinn er nefnilega sá, þegar kemur að alvörumálefnum eldri borgara, lífskjörunum, þá er valdið og stefnan í höndum annarra, í höndum Alþingis, ríkisstjórnar og bæjarstjórna. Talsmenn fullorðinna landsmanna verða að setjast í biðstofur ráðuneytanna og bíða eftir samtölum við yfirvaldið. Það er nú fyrst í þessari viku, að ég fékk tíma hjá velferðarráðherra, sem á auðvitað í mörg horn að líta. Við vorum tveir, gestirnir, ég og framkvæmdastjóri FEB. Ég hafði með mér lista yfir þau mál sem brenna á fullorðnu fólki, meðal annars tveggja ára bið eftir augasteinsaðgerðum og mjaðmaskiptum, afnuminn grunnlífeyrir, vanræktar skyldur RÚV varðandi sjónvarpstexta, hækkandi greiðslur heimilismanna á elliheimilum og svo auðvitað frítekjumarkið. Allt mál sem falla undir velferð eldri borgara. Það er skemmst frá því að segja að þessi heimsókn til ráðherrans hafi verið endaslepp. Ráðherrann gerði frítekjumarkið að umræðuefni sínu, ítrekaði að hann hefði lýst því yfir að hækka þyrfti frítekjumarkið en það yrði að gerast á næstu fjórum árum í áföngum. Þar var hans stoppustöð. Það tekur sem sagt fjögur ár að afnema þessa fátæktargildru sem núverandi ellilífeyrisþegar mega búa við næstu árin. Ég mæti ekki sem ölmusumaður hjá Þorsteini velferðarráðherra, sem ég þekki af góðu einu, og foreldra hans. Ég mæti á fund með ráðherranum af virðingu og velvild í umboði frá eldri borgurum. Ég fer bónleiðina en ekki í hertygjum. Ég er ekki að ræða við ráðherrann prívat. Ég tala máli fjörutíu þúsund fullorðinna landsmanna, sem eiga svo sannarlega inni hjá þjóðinni og ríkisvaldinu skilning og stuðning. Ef ég varð fyrir vonbrigðum með þennan fund, þá er bara að taka því, eins og þegar maður tapaði fótboltaleik. Bíta á jaxlinn og gera betur í næstu atrennu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun