NBA: Hiti og læti í mönnum þegar Golden State vann OKC | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 09:15 Golden State Warriors endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder og hélt Russell Westbrook í skefjum þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um samskipti Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder eftir að Kevin Durant yfirgaf OKC síðasta sumar og samdi við erkióvinina í Warriors. Kevin Durant er meiddur og sat á bekknum í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að það voru læti í mönnum, mikið um ruslatal, vel tekist á og fullt af tæknivillum. Niðurstaðan var hin saman og í öllum hinum leikjum tímabilsins á milli þeirra það er Golden State Warriors menn fögnuðu sigri nú 111-95. Warriors-liðið komst mest 27 stigum yfir og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Leikmönnum Golden State Warriors tókst að halda Russell Westbrook niðri sem fór úr því að skora 47 stig í síðasta leik liðanna í því að hitti aðeins úr 4 af 16 stigum og skora bara 15 stig. Westbrook var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Skvettubræðurnir Klay Thompson (34 stig) og Stephen Curry (23 stig) skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum en allt Oklahoma City Thunder liðið var einungis með fjóra þrista samanlagt. Thompson og Curry voru langstigahæstu menn leiksins. Stephen Curry var heldur ekki alveg stilltur og prúður og fékk meðal annars tæknivillu í lok fyrri hálfleiksins eftir ósætti við Semaj Christon. Þeir Russell Westbrook og Draymond Green fengu líka báðir tæknivillu fyrir þátttöku sína í látunum sem urðu í framhaldinu.James Harden skoraði sigurkörfuna 2,4 sekúndum fyrir leikslok þegar Houston Rockets vann 125-124 sigur á Denver Nuggets. Harden endaði leikinn með 39 stig, 11 stoðsending og 7 fráköst.Isaiah Thomas kom til baka inn í lið Boston Celtics eftir tveggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla og skoraði 25 stig í 110-102 sigri á Washington Wizards. Avery Bradley bætti við 20 stigum og 9 fráköstum en Bradley Beal skoraði mest fyrir Wizards eða 19 stig.Blake Griffin skoraði 30 stig og Chris Paul var með 13 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 114-105 sigur á New York Knicks.Kristaps Porzingis var með 19 stig og 11 fráköst fyrir New York og Derek Rose skoraði líka 18 stig. Carmelo Anthony var með 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New York Knicks 114-105 Houston Rockets - Denver Nuggets 125-124 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 95-111 Boston Celtics - Washington Wizards 110-102 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 105-90 Indiana Pacers - Utah Jazz 107-100 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 112-109 (framlengt, 98-98) NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Golden State Warriors endaði sigurgöngu Oklahoma City Thunder og hélt Russell Westbrook í skefjum þegar liðin mættust í NBA-deildinni í nótt. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um samskipti Golden State Warriors og Oklahoma City Thunder eftir að Kevin Durant yfirgaf OKC síðasta sumar og samdi við erkióvinina í Warriors. Kevin Durant er meiddur og sat á bekknum í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að það voru læti í mönnum, mikið um ruslatal, vel tekist á og fullt af tæknivillum. Niðurstaðan var hin saman og í öllum hinum leikjum tímabilsins á milli þeirra það er Golden State Warriors menn fögnuðu sigri nú 111-95. Warriors-liðið komst mest 27 stigum yfir og sigurinn var aldrei í mikilli hættu. Leikmönnum Golden State Warriors tókst að halda Russell Westbrook niðri sem fór úr því að skora 47 stig í síðasta leik liðanna í því að hitti aðeins úr 4 af 16 stigum og skora bara 15 stig. Westbrook var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Skvettubræðurnir Klay Thompson (34 stig) og Stephen Curry (23 stig) skoruðu báðir sjö þriggja stiga körfur í leiknum en allt Oklahoma City Thunder liðið var einungis með fjóra þrista samanlagt. Thompson og Curry voru langstigahæstu menn leiksins. Stephen Curry var heldur ekki alveg stilltur og prúður og fékk meðal annars tæknivillu í lok fyrri hálfleiksins eftir ósætti við Semaj Christon. Þeir Russell Westbrook og Draymond Green fengu líka báðir tæknivillu fyrir þátttöku sína í látunum sem urðu í framhaldinu.James Harden skoraði sigurkörfuna 2,4 sekúndum fyrir leikslok þegar Houston Rockets vann 125-124 sigur á Denver Nuggets. Harden endaði leikinn með 39 stig, 11 stoðsending og 7 fráköst.Isaiah Thomas kom til baka inn í lið Boston Celtics eftir tveggja leikja fjarveru vegna hnémeiðsla og skoraði 25 stig í 110-102 sigri á Washington Wizards. Avery Bradley bætti við 20 stigum og 9 fráköstum en Bradley Beal skoraði mest fyrir Wizards eða 19 stig.Blake Griffin skoraði 30 stig og Chris Paul var með 13 stig og 13 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 114-105 sigur á New York Knicks.Kristaps Porzingis var með 19 stig og 11 fráköst fyrir New York og Derek Rose skoraði líka 18 stig. Carmelo Anthony var með 16 stig.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New York Knicks 114-105 Houston Rockets - Denver Nuggets 125-124 Oklahoma City Thunder - Golden State Warriors 95-111 Boston Celtics - Washington Wizards 110-102 Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 105-90 Indiana Pacers - Utah Jazz 107-100 Orlando Magic - Philadelphia 76ers 112-109 (framlengt, 98-98)
NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira