„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. mars 2017 15:35 Benedikt Jóhannesson Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“ Alþingi Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“
Alþingi Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira