„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. mars 2017 15:35 Benedikt Jóhannesson Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“ Alþingi Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“
Alþingi Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Sjá meira