Borgin opnar ungbarnadeildir á leikskólum Skúli Helgason skrifar 31. mars 2017 07:00 Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur. Í haust verða opnaðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og þörfum barna á öðru og þriðja aldursári. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar. Í fyrsta áfanga verða opnaðar sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg í miðbænum, Holt í Breiðholti, Sunnuás í Laugardal og Blásali í Árbæ og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Þá er stefnt að því að reisa sérhæfðan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi. Eftir páska verður opnað fyrir innritun barna sem fædd eru frá janúar til apríl 2016 á almennum leikskóladeildum borgarinnar. Þá munum við samþykkja fjölgun plássa fyrir ung börn í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um rúmlega 200. Með þessum aðgerðum vonumst við til að stór hluti barna sem fædd eru á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs hafi fengið boð um leikskólapláss í haust. Loks verða niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Auglýst verður eftir nýjum dagforeldrum og settur á fót starfshópur með þátttöku dagforeldra um aukin gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Stýrihópurinn mun á næstu mánuðum móta áætlun um hvernig megi bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í borginni á komandi árum. Ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarskeið í leikskólamálum í borginni samhliða vinnu við að bæta starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks leikskólanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta forgangsmál meirihlutans í borginni er að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær mikilvægan áfanga á þeirri leið. Samþykktin byggir á tillögum stýrihópsins Brúum bilið og felur m.a. í sér fjölgun leikskólaplássa um nærri 300 með áherslu á börn um 18 mánaða aldur. Í haust verða opnaðar ungbarnadeildir við fjóra leikskóla borgarinnar og verða þær sérhæfðar, með aðstöðu, leikrými og búnaði sem hæfir þroska og þörfum barna á öðru og þriðja aldursári. Stefnt er að því að slíkar ungbarnadeildir verði starfræktar í öllum hverfum borgarinnar. Í fyrsta áfanga verða opnaðar sjö ungbarnadeildir við leikskólana Miðborg í miðbænum, Holt í Breiðholti, Sunnuás í Laugardal og Blásali í Árbæ og taka þær til starfa í ágúst/september 2017. Alls verður pláss fyrir um 90 börn á þessum sjö ungbarnadeildum. Þá er stefnt að því að reisa sérhæfðan ungbarnaleikskóla á Kirkjusandi. Eftir páska verður opnað fyrir innritun barna sem fædd eru frá janúar til apríl 2016 á almennum leikskóladeildum borgarinnar. Þá munum við samþykkja fjölgun plássa fyrir ung börn í sjálfstætt starfandi leikskólum í borginni um rúmlega 200. Með þessum aðgerðum vonumst við til að stór hluti barna sem fædd eru á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs hafi fengið boð um leikskólapláss í haust. Loks verða niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum hækkaðar um 10% til viðbótar við 2,5% hækkun sem tók gildi um áramótin. Auglýst verður eftir nýjum dagforeldrum og settur á fót starfshópur með þátttöku dagforeldra um aukin gæði og öryggi í þjónustu dagforeldra. Samhliða verður lögð aukin áhersla á að auglýsa og kynna störf á leikskólum Reykjavíkurborgar sem eftirsóknarverð og gefandi störf með börnum í skapandi umhverfi. Stýrihópurinn mun á næstu mánuðum móta áætlun um hvernig megi bjóða 12-18 mánaða börnum leikskólapláss í borginni á komandi árum. Ljóst er að framundan er mikið uppbyggingarskeið í leikskólamálum í borginni samhliða vinnu við að bæta starfsumhverfi og aðbúnað starfsfólks leikskólanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar