Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2017 09:00 Vilhjálmur Bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með rannsóknarnefnd Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira