Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 15:55 Page Louise Wilson er öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands Vísir/Getty Page Louise Wilson, öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að árás Bandaríkjamanna muni ekki hafa langvarandi áhrif á ástandið í Sýrlandi. Hún segir líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji draga athygli almennings frá erfiðleikum sínum en mikilvægt sé að fólk fylgi ekki leiðtogum í blindni. „Það eru tveir hlutir sem þarf sérstaklega að hafa í huga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þarf að athuga hver er nýja breytan í þessu samhengi. Og því miður fyrir sýrlensku þjóðina þá er þetta styrjöld sem hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og á þeim tíma hafa ýmsar þjóðir haft afskipti af henni. Þetta er ekki einu sinni fyrsta efnavopnaárásin sem hefur átt sér stað síðan borgarastyrjöldin hófst. Svo að spurningin er hvað er nýtt og það eina sem er í rauninni nýtt er Trump og ríkisstjórnin hans. Með það í huga er mikilvægt að spyrja hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta núna? Hvers vegna ákveður Trump að gera þetta? Og ég held að besta skýringin á því sé að líta á hvað er að eiga sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Page Louise Wilson í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti sem er undir miklum þrýstingi heima fyrir beitir loftárásum. Bill Clinton gerði nákvæmlega það sama árið 1998 með Operation desert Fox í Írak þegar verið var að rannsaka samskipti hans við Monicu Lewinsky. Hann var gagnrýndur fyrir tímasetningu aðgerðarinnar einmitt vegna þessa.“ Hún segir Trump og teymi hans vera fært í að draga athygli almennings frá óheppilegum hlutum. „Ég myndi halda að það sem er að gerast núna sé ætlað að afvegaleiða frá erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þau eru að reyna að draga athygli fólks frá rannsókninni á samskiptum við Rússland, frá heilbrigðismálafrumvarpinu, frá hlerunarásökunum og þess sem er að gerast með Hæstaréttinn.“ Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga hvort um sé að ræða vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna. „Í öðru lagi má líta á að þeir sem rannsaka einræði og uppgang valdboðsstefnu og hafa áhyggjur af mannréttindum borgara undir stjórn Trump, þeir tala um „Reichstag bruna mómentið.“ Það er að segja, að það er yfirleitt einn tiltekinn viðburður sem notaður er til að réttlæta frekari einræðisstefnu og grafa undan mannréttindum og grafa undan lýðræði. Þá er átt við brunann í þýska þinghúsinu (þ. Reichstag) árið 1933 þegar Hitler hafði verið kosinn til valda og hann notaði þennan verknað til að réttlæta stefnubreytingu sem leiddi til einræðis,“ segir Wilson.Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni „Svo ég tel að spurningin sé hvort þessi árás Bandaríkjamanna sé Reichstag bruna móment sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé tilraun til að koma slíku í kring. Fólk sem rannsakar þetta segir að fólk í lýðræðisríkjum megi ekki gefa eftir ótta og tilfinningum í kjölfar slíkra árása og fylgja leiðtogum í blindni. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um mannréttindi. Og það er annað sem við þurfum að hafa í huga.“ Hún telur að árásin í nótt muni ekki verða til þess að Assad, forseti Sýrlands, stígi til hliðar eða að styrjöldinni ljúki. „Ég held að þetta sé bara enn einn blossinn í langvarandi átökum. Við erum engu nærri friði, við erum engu nærri lausn á þessu hræðilega ástandi, því miður. Ég held að skilaboðin til Assad í kjölfar þessa verði „ekki nota efnavopn.“ Skilaboðin verða ekki „stígðu til hliðar Assad.“ Ég held að Rússar hafi heldur ekki áhuga á að fylgja þessu eftir. Ég er ekki spákona en ég held að skilaboðin verði einfaldlega að nota ekki efnavopn og að þar dragi fólk línu. Litið verði framhjá öllu valdi sem er undir því stigi. Og þess vegna held ég að þetta muni halda áfram í langan tíma, því miður.“ Donald Trump Sýrland Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Page Louise Wilson, öryggisfræðingur, alþjóðalögfræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að árás Bandaríkjamanna muni ekki hafa langvarandi áhrif á ástandið í Sýrlandi. Hún segir líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna vilji draga athygli almennings frá erfiðleikum sínum en mikilvægt sé að fólk fylgi ekki leiðtogum í blindni. „Það eru tveir hlutir sem þarf sérstaklega að hafa í huga í þessu samhengi. Í fyrsta lagi þarf að athuga hver er nýja breytan í þessu samhengi. Og því miður fyrir sýrlensku þjóðina þá er þetta styrjöld sem hefur staðið yfir í rúmlega sex ár og á þeim tíma hafa ýmsar þjóðir haft afskipti af henni. Þetta er ekki einu sinni fyrsta efnavopnaárásin sem hefur átt sér stað síðan borgarastyrjöldin hófst. Svo að spurningin er hvað er nýtt og það eina sem er í rauninni nýtt er Trump og ríkisstjórnin hans. Með það í huga er mikilvægt að spyrja hvers vegna? Hvers vegna gerist þetta núna? Hvers vegna ákveður Trump að gera þetta? Og ég held að besta skýringin á því sé að líta á hvað er að eiga sér stað í Bandaríkjunum,“ segir Page Louise Wilson í samtali við Vísi.Sjá einnig: Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bandaríkjaforseti sem er undir miklum þrýstingi heima fyrir beitir loftárásum. Bill Clinton gerði nákvæmlega það sama árið 1998 með Operation desert Fox í Írak þegar verið var að rannsaka samskipti hans við Monicu Lewinsky. Hann var gagnrýndur fyrir tímasetningu aðgerðarinnar einmitt vegna þessa.“ Hún segir Trump og teymi hans vera fært í að draga athygli almennings frá óheppilegum hlutum. „Ég myndi halda að það sem er að gerast núna sé ætlað að afvegaleiða frá erfiðleikum þeirra heima fyrir. Þau eru að reyna að draga athygli fólks frá rannsókninni á samskiptum við Rússland, frá heilbrigðismálafrumvarpinu, frá hlerunarásökunum og þess sem er að gerast með Hæstaréttinn.“ Hún segir þó mikilvægt að hafa í huga hvort um sé að ræða vendipunkt í stefnu Bandaríkjanna. „Í öðru lagi má líta á að þeir sem rannsaka einræði og uppgang valdboðsstefnu og hafa áhyggjur af mannréttindum borgara undir stjórn Trump, þeir tala um „Reichstag bruna mómentið.“ Það er að segja, að það er yfirleitt einn tiltekinn viðburður sem notaður er til að réttlæta frekari einræðisstefnu og grafa undan mannréttindum og grafa undan lýðræði. Þá er átt við brunann í þýska þinghúsinu (þ. Reichstag) árið 1933 þegar Hitler hafði verið kosinn til valda og hann notaði þennan verknað til að réttlæta stefnubreytingu sem leiddi til einræðis,“ segir Wilson.Sjá einnig: Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni „Svo ég tel að spurningin sé hvort þessi árás Bandaríkjamanna sé Reichstag bruna móment sem við þurfum að hafa áhyggjur af, eða hvort þetta sé tilraun til að koma slíku í kring. Fólk sem rannsakar þetta segir að fólk í lýðræðisríkjum megi ekki gefa eftir ótta og tilfinningum í kjölfar slíkra árása og fylgja leiðtogum í blindni. Við þurfum að halda áfram að standa vörð um mannréttindi. Og það er annað sem við þurfum að hafa í huga.“ Hún telur að árásin í nótt muni ekki verða til þess að Assad, forseti Sýrlands, stígi til hliðar eða að styrjöldinni ljúki. „Ég held að þetta sé bara enn einn blossinn í langvarandi átökum. Við erum engu nærri friði, við erum engu nærri lausn á þessu hræðilega ástandi, því miður. Ég held að skilaboðin til Assad í kjölfar þessa verði „ekki nota efnavopn.“ Skilaboðin verða ekki „stígðu til hliðar Assad.“ Ég held að Rússar hafi heldur ekki áhuga á að fylgja þessu eftir. Ég er ekki spákona en ég held að skilaboðin verði einfaldlega að nota ekki efnavopn og að þar dragi fólk línu. Litið verði framhjá öllu valdi sem er undir því stigi. Og þess vegna held ég að þetta muni halda áfram í langan tíma, því miður.“
Donald Trump Sýrland Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira