Búnar að klikka á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 15:15 Tavelyn Tillman. Vísir/Andri Marinó Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Keflavík er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínum á móti Skallagrími í úrslitakeppni Domino´s deild kvenna í körfubolta eftir tvo flotta sigurleiki í röð. Varnarleikur Keflavíkurliðsins hefur séð um það öðru fremur að koma Keflavíkurkonum aftur í bílstjórasætið í einvíginu eftir tap á heimavelli í fyrsta leik. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins, fagnar ávallt góðum varnarstoppi meira en góðri körfu og það fer ekkert á milli mála að þessi áhugi hans og ýtni undir háklassa varnarleik stelpnanna hans er að hafa gríðarlega góð áhrif á varnarleik hans liðs. Skallagrímsliðið „stal“ heimavallarréttinum með sigri í Keflavík í fyrsta leik og fékk í kjölfarið tækifæri til að komast í 2-0 á heimavelli sínum. Reynslulítið lið Keflavíkur var þarna vissulega í hættu á að brotna eins og oft áður hefur gerst í sögu kvennaliðs félagsins. Hið unga lið Keflavíkur lét hinsvegar ekki bugast, sótti fimmtán stiga sigur í Borgarnes og komst síðan yfir í einvíginu með 13 stiga sigri í gærkvöldi. Skallagrímsliðið hefur mjög erfitt uppdráttar á móti Keflavíkurvörninni í þessum tveimur leikjum eins og sést kannski best á skotnýtingu Borgarnesliðsins. Skallagrímskonur klikkuðu á 64 skotum í leiknum í gær eða 1,6 skotum að meðaltali á mínútu og Borgarnesliðið hefur alls klikkað á 103 skotum í síðustu tveimur leikjum. Körfurnar eru aðeins 41, eða jafnmargar og töpuðu boltarnir, sem þýðir að skotnýting Skallagrímsliðsins í undanförnum tveimur leikjum liðsins í úrslitakeppninni er aðeins 28,5 prósent. Tavelyn Tillman er bandarískur atvinnumaður í Skallagrímsliðinu en hún klikkaði á 21 skoti í gær og alls hafa 36 skot farið forgörðum hjá henni í þessum tveimur leikjum. Auk þess hefur hún tapað 14 boltum í leikjunum tveimur og það er því ekki að hjálpa Skallagrímsliðinu að besti leikmaður liðsins sé að kólna á úrslitastundu. Það er vissulega hægt að gagnrýna Keflavíkurstelpurnar fyrir að stíga ekki betur út enda tók Skallagrímsliðið 32 sóknarfráköst í gærkvöldi. Það hjálpaði þó ekki Borgnesingum mikið að fá að taka yfir 30 fleiri skot en mótherjinn því skotnýtingin var aðeins 23 prósent í leiknum. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudaginn kemur. Þar getur Keflavíkurliðið tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli. Skallagrímskonur fá aftur á móti tækifæri til að tryggja sér oddaleik.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira