Johnson: Þetta er hrikalega svekkjandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:00 Johnson gengur hér svekktur á brott eftir að hafa dregið sig úr keppni á Masters. vísir/getty Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, varð að draga sig úr keppni á Masters í gær eftir að hafa dottið í tröppum daginn fyrir mótið. Johnson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur og vann síðustu þrjú mót áður en hann mætti til Augusta. Hann gerði það sem hann gat til þess að vera með. Fór í meðferð þar sem hann var að drepast í bakinu eftir fallið. Mætti á æfingasvæðið fyrir hringinn en ákvað svo að draga sig úr keppni. „Ég er að spila mitt besta golf frá upphafi og að lenda síðan í svona slysi. Þetta er hrikalega svekkjandi,“ sagði Johnson við blaðamenn á golfvellinum í gær. „Ég gerði allt sem ég gat. Ég get sveiflað aðeins en get ekki tekið fulla sveiflu. Ef ég get ekki sveiflað eðlilega þá get ég ekki tekið þátt á Masters.“ En hvernig í fjandanum fór hann að því að detta í tröppum inn í íbúð sem hann var með á leigu? „Ég var í sokkum og rann í tröppunum. Flaug niður þrjár tröppur og vinstri hliðin neðarlega á bakinu fór illa út úr fallinu. Vinstri olnboginn er líka vel marinn.“ Golf Tengdar fréttir Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, varð að draga sig úr keppni á Masters í gær eftir að hafa dottið í tröppum daginn fyrir mótið. Johnson hefur verið sjóðheitur síðustu vikur og vann síðustu þrjú mót áður en hann mætti til Augusta. Hann gerði það sem hann gat til þess að vera með. Fór í meðferð þar sem hann var að drepast í bakinu eftir fallið. Mætti á æfingasvæðið fyrir hringinn en ákvað svo að draga sig úr keppni. „Ég er að spila mitt besta golf frá upphafi og að lenda síðan í svona slysi. Þetta er hrikalega svekkjandi,“ sagði Johnson við blaðamenn á golfvellinum í gær. „Ég gerði allt sem ég gat. Ég get sveiflað aðeins en get ekki tekið fulla sveiflu. Ef ég get ekki sveiflað eðlilega þá get ég ekki tekið þátt á Masters.“ En hvernig í fjandanum fór hann að því að detta í tröppum inn í íbúð sem hann var með á leigu? „Ég var í sokkum og rann í tröppunum. Flaug niður þrjár tröppur og vinstri hliðin neðarlega á bakinu fór illa út úr fallinu. Vinstri olnboginn er líka vel marinn.“
Golf Tengdar fréttir Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Hoffman með fjögurra högga forystu Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er með forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu á Augasta-vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. 6. apríl 2017 23:16