Dimitry Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, sagði Pútín, sem er dyggur stuðningsmaður Bashar al-Assad forseta Sýrlands, líta á árásina sem tilefnislausa árás gegn lýðræðissríki til að beina sjónum heimsins frá dauðsfalli óbreyttra borgara í Írak.
Þá sagði hann einnig að rússnesk yfirvöld stæðu ekki í þeirri trú að efnavopn væri að finna í Sýrlandi og að slíkar árásir hafi skaðleg áhrif á baráttuna gegn hryðjuverkum.
Bretar lýsa yfir stuðningi
Yfirvöld í Bretlandi hafa lýst yfir stuðningi við árásina. Í yfirlýsingu frá bresku ríkisstjórninni sagði að árásin væri „viðeigandi viðbragð við ósiðmenntaðri efnavopnaárás sýrlenskra yfirvalda.“Bandaríkin gerðu fyrst árásir í Sýrlandi árið 2014 en þær hafa allar beinst gegn Íslamska ríkinu.
Um er að ræða mikinn viðsnúning fyrir ríkisstjórn Donald Trump. Þegar átökin hófust í Sýrlandi lýsti Trump því yfir að hann væri verulega mótfallinn því að Bandaríkin skiptu sér af málum í Sýrlandi. Rússland og Íran hafa staðið við bakið á Assad.