Fjármagnar sumarnám við Columbia með borðspili Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. apríl 2017 15:00 Mun Alexandra komast til Columbia? Mynd/Alexandra Ýr Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér. Borðspil Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Alexandra Ýr van Erven, nemi í ensku og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands stefnir á sumarnám við hinn virta Columbia háskóla í New York. Nám við Columbia er nokkuð dýrt, en skólagjöldin eru 9.780 bandaríkjadalir sem nemur um 1,1 milljón íslenskra króna. Alexandra hefur því brugðið á það ráð að reyna að fjármagna námið með því að gefa út borðspil. „Ég er semsagt að fara í vinnustofu í skapandi skrifum í Columbia og mun svo taka bókmenntakúrsa með,“ segir Alexandra í samtali við Vísi. Komum Alexöndru til Columbia verður einfalt teningaborðspil og á því verða 42 reitir. Byrjunarreiturinn er í Reykjavík og markmiðið er að komast að lokareitnum, Columbia. Á leiðinni verða hin ýmsu óvæntu uppákomur á leiðinni. Komist maður til að mynda í efstu línu kemst maður að Empire State byggingunni, en „booze-cruise“ niður Hudson ána skilar leikmanni aftur á byrjunarreit. Hér má sjá mjög frumstæða útgáfu af spilinu.Mynd/alexandra „Prógrammið er sex vikur og þaðan kom hugmyndin um 42 daga. Það sem ég er núna að leggja upp með er bara skólagjöld, mér fannst ég komin svolítið fram úr sjálfri mér ef ég væri að setja inn húsnæðiskostnað líka.“ Alexandra segist vera að leita til fyrirtækja og stofnana til þess að styrkja sig um einn reit á spilinu. Námið kostar um það bil 25.000 krónur á dag og er það sú upphæð sem hún vonast til þess að fá fyrir hvern reit. „Svo vonast ég til að selja spilið á vefsíðunni þegar það er tilbúið bara á svona smápening, ef fólk hefur áhuga á að styrkja mig um einhverja minni upphæð.“ Námið hefst í byrjun júlí og hefur Alexandra því um það bil þrjá mánuði til stefnu. Hægt er að kynna sér verkefnið hér.
Borðspil Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira