Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 10:56 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/GVA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt. United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. Þetta sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, opnum fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um málefni United Silicon í morgun. „Í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við höfum stigið það skref að minnka þetta verulega og læra kannski af reynslunni, við hefðum kannski átt að bregaðst fyrr við,“ sagði Friðjón. Hann sagði að þegar bæjaryfirvöld hafi útdeilt lóð sé þau eftirlitsstofnanna að fylgjast með starfseminni og hafi yfirvöld því litið svo á að það væri á ábyrgði þeirra að fylgjast með starfsemi United Silicon. „Bæjaryfirvöld, við seljum lóð, eða útdeilum lóð og þar með erum við komin til hliðar í málinu. Þá taka við eftirlitsstofnanir. Þar liggur eftirlitið með verksmiðjunni númer eitt tvö og þrjú. Þannig að þvingunaraðgerðir af okkar hálfu eru ekki til staðar. Við höfum engar lagalegar heimildir til þess ef allt er í lagi sem snýr að okkur. Þannig að við höfum haft mjög gott samband við alla umhverfisaðila.“ Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra var einnig til svara á fundinum. Hún segir „Þegar hefur verið gripið til ráðstafana og ég hef stutt Umhverfisstofnun í því. Enda er það stofnunin sem fer með allt eftirlit sem og lokunarheimildir ef til þess kemur, samkvæmt lögum um hollustuþætti og mengunarvarnir. Ég hef sagt það áður og segi það aftur hér að ég styð stofnunina í því að beita sínum ítrustu varúðarkröfum hvað þetta fyrirtæki varðar og hvað mengun yfir höfuð varðar,“ sagði Björt.
United Silicon Tengdar fréttir Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14 Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35 Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00 Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Endurskoða þarf mælingar frá 2016 í Helguvík Fyrri mælingar varðandi þungamálma og PAH í ryksýnum eru sagðar úr öllu samhengi við raunveruleikann. 30. mars 2017 08:14
Krefjast þess að bæjarbúar geti treyst mengunarmælingum Bæjarráð Reykjanesbæjar krefst þess að vinnubrögð vegna mælingar á loftgæðum í tengslum við verksmiðju United Silicon verði endurskoðuð svo bæjarbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram eru settar. 30. mars 2017 15:35
Bein útsending: Umhverfis- og samgöngunefnd ræðir málefni United Silicon Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund klukkan 9:30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. 5. apríl 2017 09:00
Eldur kviknaði í vörubrettum við United Silicon Starfsmenn kísilversins slökktu sjálfir eldinn. 4. apríl 2017 19:55