Mengunarmælingar og rekstur United Silicon Helgi Þórhallsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Síðastliðinn fimmtudag greindu Orkurannsóknir ehf. frá því að vegna mistaka hafði gildi þungmálma og PAH-efna í sýnum sem safnað var í mælistöð í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík verið stórlega ofmetið. Orkurannsóknir er óháður aðili sem hefur annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík undanfarið ár. Orkurannsóknir sögðu að vegna mistaka hefði gildi einstakra efna verið metið allt að 67 sinnum hærra en það hefur mælst í útblæstri frá verksmiðjunni og að framleiðsla þar hafi ekki verið byrjuð þegar hluti þessara ótrúlegu mælasýna varð til. Þá hefðu ríkjandi vindáttir á þessu tímabili staðið frá mælistöðinni að verksmiðjunni en ekki öfugt. Þegar þessar upplýsingar birtust frá Umhverfisstofnun varð íbúum í Reykjanesbæ eðlilega brugðið. Starfsmenn United Silicon efuðust strax um þessar niðurstöður og töldu að þær gætu ekki átt við um starfsemi verksmiðjunnar. Þegar Orkurannsóknir drógu mælinganiðurstöður sínar til baka, og lýstu því yfir að þær væru mistök og úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu, gaf Umhverfisstofnun það út að óvissa væri í þungmálmamælingum í Helguvík. Nýjar mælingar á gildi þungmálma og PAH-efna sem nú hafa borist og verið kynntar Umhverfisstofnun og United Silicon benda til að rekstur verksmiðjunnar hafi ekki mælanleg áhrif á magn þessara efna í umhverfinu. Samkvæmt síðustu mælingum virðist ekki skipta máli hvort verksmiðjan er í rekstri eða ekki, gildi þessara efna í umhverfinu mælast þau sömu. Eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum hefur verksmiðja United Silicon glímt við margvíslega örðugleika í byrjun rekstursins. Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að lagfæra og bæta búnað verksmiðjunnar. Stjórnendur United Silicon eru vel meðvitaðir um þær skyldur sem á þeim hvíla að stunda ábyrga atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið og fólkið sem þar býr. Þær skyldur hyggjumst við rækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag greindu Orkurannsóknir ehf. frá því að vegna mistaka hafði gildi þungmálma og PAH-efna í sýnum sem safnað var í mælistöð í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík verið stórlega ofmetið. Orkurannsóknir er óháður aðili sem hefur annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík undanfarið ár. Orkurannsóknir sögðu að vegna mistaka hefði gildi einstakra efna verið metið allt að 67 sinnum hærra en það hefur mælst í útblæstri frá verksmiðjunni og að framleiðsla þar hafi ekki verið byrjuð þegar hluti þessara ótrúlegu mælasýna varð til. Þá hefðu ríkjandi vindáttir á þessu tímabili staðið frá mælistöðinni að verksmiðjunni en ekki öfugt. Þegar þessar upplýsingar birtust frá Umhverfisstofnun varð íbúum í Reykjanesbæ eðlilega brugðið. Starfsmenn United Silicon efuðust strax um þessar niðurstöður og töldu að þær gætu ekki átt við um starfsemi verksmiðjunnar. Þegar Orkurannsóknir drógu mælinganiðurstöður sínar til baka, og lýstu því yfir að þær væru mistök og úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu, gaf Umhverfisstofnun það út að óvissa væri í þungmálmamælingum í Helguvík. Nýjar mælingar á gildi þungmálma og PAH-efna sem nú hafa borist og verið kynntar Umhverfisstofnun og United Silicon benda til að rekstur verksmiðjunnar hafi ekki mælanleg áhrif á magn þessara efna í umhverfinu. Samkvæmt síðustu mælingum virðist ekki skipta máli hvort verksmiðjan er í rekstri eða ekki, gildi þessara efna í umhverfinu mælast þau sömu. Eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum hefur verksmiðja United Silicon glímt við margvíslega örðugleika í byrjun rekstursins. Að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að lagfæra og bæta búnað verksmiðjunnar. Stjórnendur United Silicon eru vel meðvitaðir um þær skyldur sem á þeim hvíla að stunda ábyrga atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið og fólkið sem þar býr. Þær skyldur hyggjumst við rækja.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar