Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2017 21:45 Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30