Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2017 20:45 Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira