Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2017 09:47 Frá vettvangi í Reykjanesbæ í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra hefur fengið sig fullsadda af stöðu mála hjá kísilveri United Silicon í Helguvík. Eldur kom upp í verksmiðjunni um klukkan fjögur í nótt og logaði í ofnhúsinu á þremur pöllum á fimmtu, sjöttu og sjöundu hæð. Óhætt er að segja að um enn ein neikvæðu tíðindin sé að ræða þegar kemur að kísilverinu en íbúar í Reykjanesbæ eru langþreyttir á mengun sem hefur borist allt frá því verksmiðjan var gangsett í nóvember.Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbævísir/eyþór„Nú er komið nóg,“ segir Björt. „Það þarf að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu.“ Telur Björt í framhaldinu upp atriðin fjögur sem hún vill að verði skoðuð. „Í fyrsta lagi, af hverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt. Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis- og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þess vegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/VilhelmÍ þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.“ Þá gagnrýnir Björt orð Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra í viðtali á RÚV þess efnis að starfsmenn hafi ekki verið í hættu þegar eldurinn braust út. Jón sagði í samtali við Vísi í morgun að enginn starfsmaður kísilverinu hafi verið í hættu þó að vissulega séu það hættulegar aðstæður þegar eldur komi upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Að neðan má sjá myndband Víkurfrétta frá vettvangi í nótt.„Hvernig hafa starfsmenn nákvæmlega verið öruggir þegar eldsvoðinn í nótt braust út?“ Björt hefur verið skýr hvað varðar skoðanir sínar á mengandi stóriðju og ívilnanir fyrir þær. Hefur hún sagtþeim kafla í Íslandssögunni lokið.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00