Pólítísk kúvending Trumps: Skipti um skoðun á fimm málum á einum sólarhring Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 17:00 Voru kosningaloforð Trumps innantómar yfirlýsingar? Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt afstöðu sinni í garð fjölda mála á aðeins einum sólarhring. Um er að ræða málefni sem hann hafði sterkar skoðanir á fyrir forsetakosningarnar í nóvember á síðasta ári. BBC greinir frá. Trump lýsti því meðal annars yfir í viðurvist blaðamanna í Hvíta húsinu í gær að honum þætti Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO, ekki lengur „gamaldags“. NATO hefur hingað til ekki verið í miklum metum hjá forsetanum.Donald Trump og Xi Jinping.Vísir/EPATelur Kínverja ekki lengur hafa neikvæð áhrif á gengi BandaríkjadalsTrump sagði í viðtali við Wall Street Journal í gær að hann væri hættur að saka kínverska seðlabankann um gengisstýringar sem hefðu neikvæð áhrif á gengi Bandaríkjadals. Trump hefur margsinnis vakið máls á meintri sök Kínverja á viðskiptahalla milli ríkjanna tveggja. Vildi forsetinn meina að kínverski seðlabankinn stýrði gengi kínverska yensins svo það héldist veikt gagnvart Bandaríkjadalnum. Þannig væri framleiðslukostnaði á varningi sem fluttur er vestur yfir haf frá Kína haldið í lágmarki samanborið við önnur framleiðsluríki. Bandaríkjaforseti fundaði með Xi Jinping forseta Kína í síðustu viku, aðeins nokkrum dögum áður en Trump lét umrædd orð falla í garð Kínverja. Sérfræðingar telja þó að yfirlýsing Trumps þurfi ekki að bera vitni um nýfengna velvild í garð Kínverja heldur hræddist Trump hefndir Kínverja ef Bandaríkjamenn ákvæðu að beita þá sektum vegna meintra gengisstýringa.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Washington í mars. Trump sagði Þýskaland fjárhagslega byrði á Bandaríkjunum vegna lítilvæglegra framlaga til NATO.VÍSIR/EPAEkki lengur í nöp við NATOTrump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann fagnaði því að Norður-Atlantshafsbandalagið hefði loksins tekið af skarið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Sjá einnig: Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt „Við aðalframkvæmdastjóri [NATO] áttum árangursríkt samtal þar sem við ræddum um hvaða frekari aðgerða NATO geti gripið til í báráttunni gegn hryðjuverkum. Ég kvartaði undan þessu [aðgerðaleysi NATO] fyrir löngu síðan en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Nú berjast þeir ötullega gegn hryðjuverkum,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að honum þætti NATO ekki lengur „úrelt“ vegna þessara forsendubreytinga. Trump hefur ekki vandað NATO kveðjurnar í gegnum tíðina og hefur ítrekað lýst því yfir að vera Bandaríkjanna í bandalaginu sé kostnaðarsöm og að NATO sé barn síns tíma og löngu búið að vera. Hann lýsti því yfir á Twitter nú síðast í lok mars að NATO væri „úrelt“.Hér má sjá samantekt á ummælum sem Trump hefur látið falla um NATO frá því hann hóf kosningaherferð sína.My statement on NATO being obsolete and disproportionately too expensive (and unfair) for the U.S. are now, finally, receiving plaudits!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2016 Hættir við ráðningabanniðRíkisstjórn Trumps hefur aflýst áætlun tilskipunar sem forsetinn undirritaði á fyrsta degi sínum í embætti þess efnis að stöðva ráðningar ríkisstarfsmanna í níutíu daga. Herinn og þjóðaröryggisstofnanir fengu að vísu undantekningu frá banninu. Markmiðið með tilskipuninni var að hafa hemil á því sem Trump kallaði óhemjumikla fjölgun ríkisstarfsmanna. Tilskipunin var ekki óumdeild og The Telegraph fullyrti á sínum tíma að enginn fótur væri fyrir staðhæfingum forsetans um fjölgun opinberra starfsmanna. Fjármálastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, sagði í samtali við BBC að þrátt fyrir að áætlunin hefði verið gefin upp á bátinn „stæði ekki til að fara að ráða ríkisstarfsmenn í stórum stíl.“ Hann sagði jafnframt að ný og betri áætlun væri í bígerð.Janet Yellen hefur gegnt embætti seðlabankastjóra frá 2014.vísir/gettySeðlabankastjórinn tekinn í sáttDonald Trump fullyrti í áðurnefndu viðtali við Wall Street Journal að hann bæri virðingu fyrir Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Sú fullyrðing stingur í stúf við orð Trumps í garð Yellen fyrir kosningar en hann sagði hana meðal annars fara fyrir leynisamtökum alþjóðasinna sem hefðu töglin og hagldirnar í Washington. Í viðtalinu gaf forsetinn í skyn að hann íhugaði að endurskipa Yellen á næsta ári. Að endingu sagði Trump að hann drægi mikilvægi inn- og útflutningsbanka Bandaríkjanna ekki lengur í efa. „Það kemur upp úr kafinu að bankinn kemur sér vel fyrir lítil fyrirtæki,“ sagði Trump um bankann þvert á orð hans fyrir kosningar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. 13. apríl 2017 09:55 Trump: Bandaríkin fullfær um að takast á við Norður-Kóreu án Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin geti tekist á við vandamálið sem felst í Norður-Kóreu, án Kína, ef svo ber undir. 2. apríl 2017 20:29 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt afstöðu sinni í garð fjölda mála á aðeins einum sólarhring. Um er að ræða málefni sem hann hafði sterkar skoðanir á fyrir forsetakosningarnar í nóvember á síðasta ári. BBC greinir frá. Trump lýsti því meðal annars yfir í viðurvist blaðamanna í Hvíta húsinu í gær að honum þætti Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO, ekki lengur „gamaldags“. NATO hefur hingað til ekki verið í miklum metum hjá forsetanum.Donald Trump og Xi Jinping.Vísir/EPATelur Kínverja ekki lengur hafa neikvæð áhrif á gengi BandaríkjadalsTrump sagði í viðtali við Wall Street Journal í gær að hann væri hættur að saka kínverska seðlabankann um gengisstýringar sem hefðu neikvæð áhrif á gengi Bandaríkjadals. Trump hefur margsinnis vakið máls á meintri sök Kínverja á viðskiptahalla milli ríkjanna tveggja. Vildi forsetinn meina að kínverski seðlabankinn stýrði gengi kínverska yensins svo það héldist veikt gagnvart Bandaríkjadalnum. Þannig væri framleiðslukostnaði á varningi sem fluttur er vestur yfir haf frá Kína haldið í lágmarki samanborið við önnur framleiðsluríki. Bandaríkjaforseti fundaði með Xi Jinping forseta Kína í síðustu viku, aðeins nokkrum dögum áður en Trump lét umrædd orð falla í garð Kínverja. Sérfræðingar telja þó að yfirlýsing Trumps þurfi ekki að bera vitni um nýfengna velvild í garð Kínverja heldur hræddist Trump hefndir Kínverja ef Bandaríkjamenn ákvæðu að beita þá sektum vegna meintra gengisstýringa.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Washington í mars. Trump sagði Þýskaland fjárhagslega byrði á Bandaríkjunum vegna lítilvæglegra framlaga til NATO.VÍSIR/EPAEkki lengur í nöp við NATOTrump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann fagnaði því að Norður-Atlantshafsbandalagið hefði loksins tekið af skarið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Sjá einnig: Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt „Við aðalframkvæmdastjóri [NATO] áttum árangursríkt samtal þar sem við ræddum um hvaða frekari aðgerða NATO geti gripið til í báráttunni gegn hryðjuverkum. Ég kvartaði undan þessu [aðgerðaleysi NATO] fyrir löngu síðan en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Nú berjast þeir ötullega gegn hryðjuverkum,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að honum þætti NATO ekki lengur „úrelt“ vegna þessara forsendubreytinga. Trump hefur ekki vandað NATO kveðjurnar í gegnum tíðina og hefur ítrekað lýst því yfir að vera Bandaríkjanna í bandalaginu sé kostnaðarsöm og að NATO sé barn síns tíma og löngu búið að vera. Hann lýsti því yfir á Twitter nú síðast í lok mars að NATO væri „úrelt“.Hér má sjá samantekt á ummælum sem Trump hefur látið falla um NATO frá því hann hóf kosningaherferð sína.My statement on NATO being obsolete and disproportionately too expensive (and unfair) for the U.S. are now, finally, receiving plaudits!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2016 Hættir við ráðningabanniðRíkisstjórn Trumps hefur aflýst áætlun tilskipunar sem forsetinn undirritaði á fyrsta degi sínum í embætti þess efnis að stöðva ráðningar ríkisstarfsmanna í níutíu daga. Herinn og þjóðaröryggisstofnanir fengu að vísu undantekningu frá banninu. Markmiðið með tilskipuninni var að hafa hemil á því sem Trump kallaði óhemjumikla fjölgun ríkisstarfsmanna. Tilskipunin var ekki óumdeild og The Telegraph fullyrti á sínum tíma að enginn fótur væri fyrir staðhæfingum forsetans um fjölgun opinberra starfsmanna. Fjármálastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, sagði í samtali við BBC að þrátt fyrir að áætlunin hefði verið gefin upp á bátinn „stæði ekki til að fara að ráða ríkisstarfsmenn í stórum stíl.“ Hann sagði jafnframt að ný og betri áætlun væri í bígerð.Janet Yellen hefur gegnt embætti seðlabankastjóra frá 2014.vísir/gettySeðlabankastjórinn tekinn í sáttDonald Trump fullyrti í áðurnefndu viðtali við Wall Street Journal að hann bæri virðingu fyrir Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Sú fullyrðing stingur í stúf við orð Trumps í garð Yellen fyrir kosningar en hann sagði hana meðal annars fara fyrir leynisamtökum alþjóðasinna sem hefðu töglin og hagldirnar í Washington. Í viðtalinu gaf forsetinn í skyn að hann íhugaði að endurskipa Yellen á næsta ári. Að endingu sagði Trump að hann drægi mikilvægi inn- og útflutningsbanka Bandaríkjanna ekki lengur í efa. „Það kemur upp úr kafinu að bankinn kemur sér vel fyrir lítil fyrirtæki,“ sagði Trump um bankann þvert á orð hans fyrir kosningar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. 13. apríl 2017 09:55 Trump: Bandaríkin fullfær um að takast á við Norður-Kóreu án Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin geti tekist á við vandamálið sem felst í Norður-Kóreu, án Kína, ef svo ber undir. 2. apríl 2017 20:29 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. 13. apríl 2017 09:55
Trump: Bandaríkin fullfær um að takast á við Norður-Kóreu án Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin geti tekist á við vandamálið sem felst í Norður-Kóreu, án Kína, ef svo ber undir. 2. apríl 2017 20:29