Spennuþrungið baksvið viðræðna Tillerson og Lavrov Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2017 12:43 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands Ríkin tvö eru ekki sammála um hvaða stefnu skuli taka í Sýrlandi og hefur spenna færst í samskipti ríkjanna eftir að stjórnarherinn í Sýrlandi, undir stjórn forsetans Bashar al-Assad, beitti efnavopnum í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Fyrir fund utanríkisráðherranna sökuðu embættismenn í Hvíta húsinu rússnesk stjórnvöld um að hylma yfir efnavopnaárás Assad. „Það er á hreinu að Rússar eru að reyna að hylma yfir hvað gerðist þarna,“ sagði embættismaður í Hvíta húsinu í samtali við Reuters. Rússar hafa stutt Assad og hafa gagnrýnt viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði loftárás á flugvöll í Sýrlandi til þess að stjórnvöldum þar í landi fyrir efnavopnaárásina þar sem 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn.Vladimir Putin, forseti Rússlands.Vísir/AFPPútin segir samskipti ríkjanna hafa versnaðVladimir Putin Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali sem birt var í dag að samskipti ríkjanna hafi versnað frá því að Trump tók við völdum í janúar.Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi.Tillerson vonast til þess að viðræðurnar við kollega sinn frá Rússlandi verði árangursríkar. Ljóst er þó að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna sem eru við frostmark, á sama tíma og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum,með það að markmiði að koma Trump til valda. Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands hittust í dag í Moskvu. Spennan hefur magnast í samskiptum ríkjanna í aðdraganda heimsóknar Tillerson til Rússlands Ríkin tvö eru ekki sammála um hvaða stefnu skuli taka í Sýrlandi og hefur spenna færst í samskipti ríkjanna eftir að stjórnarherinn í Sýrlandi, undir stjórn forsetans Bashar al-Assad, beitti efnavopnum í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Fyrir fund utanríkisráðherranna sökuðu embættismenn í Hvíta húsinu rússnesk stjórnvöld um að hylma yfir efnavopnaárás Assad. „Það er á hreinu að Rússar eru að reyna að hylma yfir hvað gerðist þarna,“ sagði embættismaður í Hvíta húsinu í samtali við Reuters. Rússar hafa stutt Assad og hafa gagnrýnt viðbrögð Bandaríkjanna við efnavopnaárásinni. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði loftárás á flugvöll í Sýrlandi til þess að stjórnvöldum þar í landi fyrir efnavopnaárásina þar sem 87 létust, þar á meðal fjölmörg börn.Vladimir Putin, forseti Rússlands.Vísir/AFPPútin segir samskipti ríkjanna hafa versnaðVladimir Putin Rússlandsforseti sagði í sjónvarpsviðtali sem birt var í dag að samskipti ríkjanna hafi versnað frá því að Trump tók við völdum í janúar.Putin hefur sakað andstæðinga Assad í Sýrlandi um að hafa framið efnavopnaárásina og komið sök á stjórnarherinn í von um að draga Bandaríkin enn meira inn í átökin þar í landi.Tillerson vonast til þess að viðræðurnar við kollega sinn frá Rússlandi verði árangursríkar. Ljóst er þó að mikil spenna ríkir í samskiptum ríkjanna sem eru við frostmark, á sama tíma og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar hvort að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum,með það að markmiði að koma Trump til valda.
Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15 Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00
Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur það á sinni ábyrgð að hefna fyrir efnavopnaárásina á Khan Sheikhoun. Allt að hundrað fórust í árásinni. Varaforsetinn útilokar ekki hernaðaraðgerðir. Utanríkisráðherra Sýrlands segir herin 7. apríl 2017 00:15
Öryggisfræðingur telur Trump sprengja til að afvegaleiða almenning Öryggisfræðingur telur árásina í Sýrlandi lið í að draga athygli almennings frá erfiðleikum ríkisstjórnar Trump. 7. apríl 2017 15:55