NBA: Heimsfriðurinn í aðalhlutverki í fimmta sigri Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Metta World Peace í nótt. Vísir/AP Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76 NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira