Skipuleg uppbygging fiskeldis Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Þorbjörn Þórðarson fetar villigöturnar í leiðara sínum í Fréttablaðinu um fiskeldi hér á landi. Í leiðaranum er því haldið fram að uppbygging eldisins hafi einkennst af fyrirhyggju- og skipulagsleysi. Þannig er það þó ekki. Byggt er á nýlegum lögum, frá árinu 2014 sem undirbúin voru vandlega. Í meðförum Alþingis tók frumvarp þar að lútandi verulegum breytingum, ekki síst til þess að bregðast við ábendingum þeirra sem efasemdir hafa um eldi í sjókvíum hér við land. Með löggjöfinni var afmarkaður skýr rammi og eftirlits- og vísindastofnunum ætlað veigamikið hlutverk við undirbúning að útgáfu leyfa til fiskeldis.Varúðarnálgun við burðarþolsmat Forsenda fiskeldis er að Hafrannsóknastofnun vinni svo kallað burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin er að ala fisk. Ljóst er að stofnunin beitir mikilli varúð við mat á burðarþolinu. Þannig segir í greinargerð með nýjasta burðarþolsmatinu, þ.e í Ísafjarðardjúpi: „Tillit er tekið til stærðar fjarðarins og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk. Í þessu mati er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að nákvæm vöktun á áhrifum eldisins fari fram samhliða því. Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum.“Ítarlegt umhverfismat Fyrst eftir að burðarþolsmatinu lýkur tekur við næsti kafli. Umhverfismat sem Skipulagsstofnun framkvæmir á grundvelli laga um umhverfismat. Fyrirtækin leggja fram frummatsskýrslu í samræmi við umhverfismatslögin. Aflað er mikilla gagna og leitast við að svara spurningum er lúta að umhverfisaðstæðum. Lögin um umhverfismat opna leiðir mjög margra til þess að gera athugasemdir eða leggja fram spurningar í umhverfismatsferlinu. Reynslan sýnir að sú er og reynslan. Bregðast þarf við þessum spurningum/athugasemdum og kallar það oft á mikla gagnaöflun og ítarleg svör. Fyrst að þessu loknu gefur Skipulagsstofnun út álit sitt.Þáttur Umhverfisstofnunar og MAST Þá hefst annað vers. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar, MAST. Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skal afgreiða innan sex mánaða frá því að þær berast. Matvælastofnun skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsóknin berst stofnuninni. Á þessu stigi eru einnig kæruleiðir. Umhverfisstofnun auglýsir starfsleyfið og á þeim tíma er unnt að koma að athugasemdum. Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. Ef umsóknir eru samþykktar skulu starfsleyfi og rekstrarleyfi afhent umsækjanda samtímis.Vinna við fiskeldisleyfi haldi áfram Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.Stærstum hluta strandlengjunnar lokað fyrir fiskeldi Þó rétt sé að fiskeldi hér á landi hafi notið góðs af reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna, er ljóst að reglur hér við land eru á margan hátt strangari en í öðrum löndum. Þar má ekki síst nefna þá ákvörðun sem tekin var árið 2004 um að loka stærstum hluta strandlengjunnar fyrir fiskeldi. Þetta var gert í varúðarskyni og var almennt fagnað á sínum tíma. Og þegar menn bera saman aðstæður í Noregi og hér er nauðsynlegt að minnast þessa. Norska laxeldið hófst beinlínis við ósa helstu laxveiðiánna og enginn hafði neitt við það að athuga fyrstu 20 – 30 árin. Í Noregi fer enn fram eldisframleiðsla nálægt helstu búsvæðum villtra laxastofna. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi þar sem hér er beinlínis bannað að ala lax í sjókvíum nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum.Leiður misskilningur Og að lokum þetta: Í leiðaranum kemur sá leiði misskilningur fram að fiskur í kvíum hér við land sé „genetískt breyttur lax“. Það er einfaldlega rangt. Þessi misskilningur er skiljanlegur, svo oft hefur þessi ranga fullyrðing verið vakin upp og hún svo gengið aftur í umræðunni æ ofan í æ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fetar villigöturnar í leiðara sínum í Fréttablaðinu um fiskeldi hér á landi. Í leiðaranum er því haldið fram að uppbygging eldisins hafi einkennst af fyrirhyggju- og skipulagsleysi. Þannig er það þó ekki. Byggt er á nýlegum lögum, frá árinu 2014 sem undirbúin voru vandlega. Í meðförum Alþingis tók frumvarp þar að lútandi verulegum breytingum, ekki síst til þess að bregðast við ábendingum þeirra sem efasemdir hafa um eldi í sjókvíum hér við land. Með löggjöfinni var afmarkaður skýr rammi og eftirlits- og vísindastofnunum ætlað veigamikið hlutverk við undirbúning að útgáfu leyfa til fiskeldis.Varúðarnálgun við burðarþolsmat Forsenda fiskeldis er að Hafrannsóknastofnun vinni svo kallað burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin er að ala fisk. Ljóst er að stofnunin beitir mikilli varúð við mat á burðarþolinu. Þannig segir í greinargerð með nýjasta burðarþolsmatinu, þ.e í Ísafjarðardjúpi: „Tillit er tekið til stærðar fjarðarins og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk. Í þessu mati er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að nákvæm vöktun á áhrifum eldisins fari fram samhliða því. Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum.“Ítarlegt umhverfismat Fyrst eftir að burðarþolsmatinu lýkur tekur við næsti kafli. Umhverfismat sem Skipulagsstofnun framkvæmir á grundvelli laga um umhverfismat. Fyrirtækin leggja fram frummatsskýrslu í samræmi við umhverfismatslögin. Aflað er mikilla gagna og leitast við að svara spurningum er lúta að umhverfisaðstæðum. Lögin um umhverfismat opna leiðir mjög margra til þess að gera athugasemdir eða leggja fram spurningar í umhverfismatsferlinu. Reynslan sýnir að sú er og reynslan. Bregðast þarf við þessum spurningum/athugasemdum og kallar það oft á mikla gagnaöflun og ítarleg svör. Fyrst að þessu loknu gefur Skipulagsstofnun út álit sitt.Þáttur Umhverfisstofnunar og MAST Þá hefst annað vers. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar, MAST. Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skal afgreiða innan sex mánaða frá því að þær berast. Matvælastofnun skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsóknin berst stofnuninni. Á þessu stigi eru einnig kæruleiðir. Umhverfisstofnun auglýsir starfsleyfið og á þeim tíma er unnt að koma að athugasemdum. Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. Ef umsóknir eru samþykktar skulu starfsleyfi og rekstrarleyfi afhent umsækjanda samtímis.Vinna við fiskeldisleyfi haldi áfram Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.Stærstum hluta strandlengjunnar lokað fyrir fiskeldi Þó rétt sé að fiskeldi hér á landi hafi notið góðs af reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna, er ljóst að reglur hér við land eru á margan hátt strangari en í öðrum löndum. Þar má ekki síst nefna þá ákvörðun sem tekin var árið 2004 um að loka stærstum hluta strandlengjunnar fyrir fiskeldi. Þetta var gert í varúðarskyni og var almennt fagnað á sínum tíma. Og þegar menn bera saman aðstæður í Noregi og hér er nauðsynlegt að minnast þessa. Norska laxeldið hófst beinlínis við ósa helstu laxveiðiánna og enginn hafði neitt við það að athuga fyrstu 20 – 30 árin. Í Noregi fer enn fram eldisframleiðsla nálægt helstu búsvæðum villtra laxastofna. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi þar sem hér er beinlínis bannað að ala lax í sjókvíum nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum.Leiður misskilningur Og að lokum þetta: Í leiðaranum kemur sá leiði misskilningur fram að fiskur í kvíum hér við land sé „genetískt breyttur lax“. Það er einfaldlega rangt. Þessi misskilningur er skiljanlegur, svo oft hefur þessi ranga fullyrðing verið vakin upp og hún svo gengið aftur í umræðunni æ ofan í æ.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar