NBA: Cleveland, Golden State, San Antonio töpuðu öll og Boston græddi mest | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Leikmenn Portland Trail Blazers fagna sigurkörfu Noah Vonleh á móti San Antonio Spurs í nótt. Vísir/AP Cleveland Cavaliers missti toppsæti Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið tapaði enn einum leiknum því á sama tíma vann Boston Celtics liðið sinn leik. Boston tryggir sér heimavallarrétt fram í lokaúrslitin með sigri í lokaleik tímabilsins. Í Vesturdeildinni þá töpuðu þrjú bestu liðin, Golden State Warriors, San Antonio Spurs og Houston Rockets, öll sínum leikjum en Los Angeles Clippers vann aftur á móti sinni sjötta leik í röð. Utah Jazz endaði fjórtán leikja sigurgöngu Golden State Warriors og lið LA Clippers og Utah Jazz berjast um fjórða sætið í Vesturdeildinni.Tyler Johnson skoraði 24 stig þar á meðal fjögur síðustu stigin á vítalínunni þegar Miami Heat vann 124-121 sigur á Cleveland Cavaliers í framlengingu. Cleveland Cavaliers tapaði þar með annað kvöldið í röð í framlengingu en þetta var jafnframt tólfta tap Cleveland liðsins í síðasta 21 leik sínum. Hassan Whiteside var með 23 stig og 18 fráköst fyrir Miami og Josh Richardson skoraði 19 stig. Deron Williams var með 35 stig og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland sem var með hálfgert varalið. Kevin Love var með 25 stig og Channing Frye skoraði 21 stig. Cleveland Cavaliers lék án LeBron James, Kyrie Irving og Tristan Thompson en Cavaliers liðið hefur tapað öllum sjö leikjunum sem LeBron James hefur misst af á leiktíðinni.Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Boston Celtics með 27 stig en liðið nýtti sér tap Cleveland og náði efsta sætinu með 114-105 sigri á Brooklyn Nets. Ef Boston menna vinna lokaleikinn sinn á móti Milwaukee Bucks þá verður efsta sæti austursins þeirra. Verði liðin með jafnmarga sigra þá verður Cleveland ofar á betri árangri í innbyrðisviðureignum. Al Horford var með 19 stig og 8 fráköst fyrir Boston en Íslandsvinurinn Jeremy Lin var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 26 stig og 12 fráköst.Stephen Curry og Kevin Durant léku aftur saman á ný og Golden State Warriors tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma. Kevin Durant. Golden State Warriors tapaði 99-105 á heimavelli á móti Utah Jazz en hafði fyrir leikinn unnið fjórtán í röð. Þetta var annar leikur Durant eftir hnémeiðslin en Curry var hvíldur í þeim fyrsta. Leikurinn var jafn eftir þrjá leikhluta en Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, ákvað samt að hvíla sína bestu menn í lokaleikhlutanum en Golden State liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér besta árangurinn í deildarkeppninni í vetur. Stephen Curry skoraði 29 stig í þremur leikhlutum og Kevin Durant var með 16 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Utah tókst að vinna þrátt fyrir að vera án lykilmanna eins og þeirra Gordon Hayward og Derrick Favors. George Hill skoraði 20 stig fyrir Utah, Joe Johnson var með 19 stig og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 18 fráköstum.Noah Vonleh skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Portland Trail Blazers vann 99-98 sigur á San Antonio Spurs 99-98. Portland hvíldi sína bestu menn, þá Damian Lillard og CJ McCollum en tókst samt að vinna eitt besta lið deildarinnar. Shabazz Napier skoraði 32 stig fyrir Portland í þriðja sigri liðsins í röð en Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio Spurs með 18 stig. Lamarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu báðir 12 stig. Hetja Portland, Noah Vonleh, endaði með 12 stig og 11 fráköst.Los Angeles Clippers liðið fór illa með Houston Rockets í 125-96 í sigri og er nú með jafnmarga sigra og Utah Jazz í baráttunni um fjórða sætið í Vesturdeildinni. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð sem er að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina. Chris Paul skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 4 boltum en Blake Griffin var með 18 stig og Jamal Crawford kom með 19 stig af bekknum. Eric Gordon skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden lét sér nægja 14 stig, 7 frákös og 6 stoðsendingar.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 99-105 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 125-96 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 99-98 Chicago Bulls - Orlando Magic 122-75 Detroit Pistons - Washington Wizards 101-105 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 89-79 Boston Celtics - Brooklyn Nets 114-105 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 124-211 (108-108) Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 111-120 NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Cleveland Cavaliers missti toppsæti Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið tapaði enn einum leiknum því á sama tíma vann Boston Celtics liðið sinn leik. Boston tryggir sér heimavallarrétt fram í lokaúrslitin með sigri í lokaleik tímabilsins. Í Vesturdeildinni þá töpuðu þrjú bestu liðin, Golden State Warriors, San Antonio Spurs og Houston Rockets, öll sínum leikjum en Los Angeles Clippers vann aftur á móti sinni sjötta leik í röð. Utah Jazz endaði fjórtán leikja sigurgöngu Golden State Warriors og lið LA Clippers og Utah Jazz berjast um fjórða sætið í Vesturdeildinni.Tyler Johnson skoraði 24 stig þar á meðal fjögur síðustu stigin á vítalínunni þegar Miami Heat vann 124-121 sigur á Cleveland Cavaliers í framlengingu. Cleveland Cavaliers tapaði þar með annað kvöldið í röð í framlengingu en þetta var jafnframt tólfta tap Cleveland liðsins í síðasta 21 leik sínum. Hassan Whiteside var með 23 stig og 18 fráköst fyrir Miami og Josh Richardson skoraði 19 stig. Deron Williams var með 35 stig og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland sem var með hálfgert varalið. Kevin Love var með 25 stig og Channing Frye skoraði 21 stig. Cleveland Cavaliers lék án LeBron James, Kyrie Irving og Tristan Thompson en Cavaliers liðið hefur tapað öllum sjö leikjunum sem LeBron James hefur misst af á leiktíðinni.Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Boston Celtics með 27 stig en liðið nýtti sér tap Cleveland og náði efsta sætinu með 114-105 sigri á Brooklyn Nets. Ef Boston menna vinna lokaleikinn sinn á móti Milwaukee Bucks þá verður efsta sæti austursins þeirra. Verði liðin með jafnmarga sigra þá verður Cleveland ofar á betri árangri í innbyrðisviðureignum. Al Horford var með 19 stig og 8 fráköst fyrir Boston en Íslandsvinurinn Jeremy Lin var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 26 stig og 12 fráköst.Stephen Curry og Kevin Durant léku aftur saman á ný og Golden State Warriors tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma. Kevin Durant. Golden State Warriors tapaði 99-105 á heimavelli á móti Utah Jazz en hafði fyrir leikinn unnið fjórtán í röð. Þetta var annar leikur Durant eftir hnémeiðslin en Curry var hvíldur í þeim fyrsta. Leikurinn var jafn eftir þrjá leikhluta en Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, ákvað samt að hvíla sína bestu menn í lokaleikhlutanum en Golden State liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér besta árangurinn í deildarkeppninni í vetur. Stephen Curry skoraði 29 stig í þremur leikhlutum og Kevin Durant var með 16 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Utah tókst að vinna þrátt fyrir að vera án lykilmanna eins og þeirra Gordon Hayward og Derrick Favors. George Hill skoraði 20 stig fyrir Utah, Joe Johnson var með 19 stig og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 18 fráköstum.Noah Vonleh skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Portland Trail Blazers vann 99-98 sigur á San Antonio Spurs 99-98. Portland hvíldi sína bestu menn, þá Damian Lillard og CJ McCollum en tókst samt að vinna eitt besta lið deildarinnar. Shabazz Napier skoraði 32 stig fyrir Portland í þriðja sigri liðsins í röð en Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio Spurs með 18 stig. Lamarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu báðir 12 stig. Hetja Portland, Noah Vonleh, endaði með 12 stig og 11 fráköst.Los Angeles Clippers liðið fór illa með Houston Rockets í 125-96 í sigri og er nú með jafnmarga sigra og Utah Jazz í baráttunni um fjórða sætið í Vesturdeildinni. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð sem er að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina. Chris Paul skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 4 boltum en Blake Griffin var með 18 stig og Jamal Crawford kom með 19 stig af bekknum. Eric Gordon skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden lét sér nægja 14 stig, 7 frákös og 6 stoðsendingar.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 99-105 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 125-96 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 99-98 Chicago Bulls - Orlando Magic 122-75 Detroit Pistons - Washington Wizards 101-105 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 89-79 Boston Celtics - Brooklyn Nets 114-105 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 124-211 (108-108) Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 111-120
NBA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira