Hvernig er gætt að sparifé landsmanna? Katrín Júlíusdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:00 Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun