Heilt ár á launum, fartölva og farsími eftir deilur við biskup Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2017 18:19 Samstarf biskups og fyrrverandi framkvæmdastjóra kirkjuráðs gekk ekki áfallalaust fyrir sig. vísir Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV. Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, fékk tólf mánaða launagreiðslu við starfslok sín í september. Um var að ræða full laun, með yfirvinnu og orlofi, sem greidd voru út í einu lagi. Þá eignaðist hún fartölvu og farsíma sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdastjóri. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Ellisifjar við Kirkjuráð sem Vísir hefur undir höndum. Ellisif hætti störfum í ágúst í fyrra eftir samstarfsörðugleika á milli hennar og Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Vinnustaðasálfræðingur var kallaður til með það að markmiði að finna lausn á örðugleikum þeirra – að því er virðist án árangurs. Samningurinn var undirritaður 22. september 2016 en með honum gerast upp að fullu laun, orlof og önnur starfstengd réttindi. Í samningnum segir að Ellisif fái greidd full laun til loka september 2017 þar sem miðað er við 18 yfirvinnustundir á mánuði sem og viðbætta orlofs- og persónuuppbót. Kirkjuráði var með samkomulaginu gert að gera upp við Ellisif innan tveggja vikna frá undirrituninni. Ekki kemur fram í samningnum hver heildarupphæðin er en Pressan greindi frá því í fyrra að um hafi verið að ræða ríflega 50 milljónir króna. Oddur Einarsson, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Kirkjuráðs eftir brotthvarf Ellisifjar, þvertók hins vegar fyrir það að upphæðin væri svo há. Þá segir í samningnum að Ellisif eignist fartölvu og farsíma sem hún hafði afnot af í starfi sínu en gert að eyða öllum þeim gögnum sem vörðuðu starf hennar.Sautján mánuðir í starfi Ellisif var ráðin framkvæmdastjóri í mars 2015 og tók til starfa 1. apríl það ár. 33 sóttu um stöðuna og var Ellisif metin hæfust. Hún gerði alvarlegar við framkomu biskups í bréfi til Kirkjuráðs í janúar í fyrra. Agnes tjáði sig um málið í skriflegu svari til RÚV í apríl þar sem hún sagði deilurnar tengjast greinargerð lögfræðinga um valdmörk. Í ljósi þess hefði hún stigið til hliðar sem forstöðumaður Biskupsstofu í viðkomandi máli. Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, leysti biskup því af í því hlutverki. Deilur Agnesar og Ellisifjar munu meðal annars hafa snúið að því hvort framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, Ellisif, heyrði undir biskup eða kirkjuráð. Sömuleiðis um reikninga sem biskup skrifaði undir en framkvæmdastjóri kirkjuráðs skrifaði ekki undir að því er fram kom í frétt RÚV.
Ráðningar Tengdar fréttir Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Fleiri fréttir Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Sjá meira
Deilan á Biskupsstofu leyst með tólf mánaða starfslokasamningi Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur eitt ár á fullum launum til að finna sér nýtt starf eftir dramatíska daga sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs. 11. nóvember 2016 11:56