Trump ekki kátur með eldflaugatilraunir Norður-Kóreu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2017 08:00 Donald Trump hefur reynt að glíma við Norður-Kóreu að undanförnu. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við eldflaugatilraun Norður-Kóreu sem gerð var í gærkvöldi. Hann segir að með tilrauninni hafi Norður-Kórea vanvirt Kína, það sé slæmt. „Norður-Kórea vanvirti óskir Kínverja og háttvirts forseta ríkisins þegar það framkvæmdi tilraunina, þó án árangurs. Slæmt!“ skrifaði Trump á Twitter-síðu sinni. Gríðarleg spenna er á Kóreuskaga um þessar mundir og miklar heræfingar hafa farið fram beggja vegna landamæra Kóreuríkjanna undanfarna daga. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu segja að tilraun Norður-Kóreu hafi misheppnast og að flugskeytið hafi sprungið örfáum sekúndum eftir að því var skotið á loft. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa sett sér að markmiði að koma fyrir svokölluðum „kjarnaoddi“ (nuclear warhead) á langdræga eldflaug (ICBM), sem næði til skotmarka um allan heim. Alþjóðasamfélagið hefur á undanförnum árum reynt að stemma stigu við þessari þróun, þar á meðal með viðskiptaþvingunum, án teljandi árangurs. Líklegt þykir að enn frekari þvinganir verði settar á Norður-Kóreu í kjölfar tilraunarinnar og mögulegt er að bandaríkjaher sendi fleiri skip og flugvélar á svæðið en nú þegar er herinn með töluverðan viðbúnað á svæðinu.North Korea disrespected the wishes of China & its highly respected President when it launched, though unsuccessfully, a missile today. Bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 28, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36 Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21 Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Íhuga að flýta þvingunum eftir nýjustu eldflaugatilraun Norður-Kóreu Nýjasta eldflaugatilraun Norður-Kóreu gæti valdið því að bandarísk yfirvöld flýti áformum sínum um hertar viðskiptaþvinganir gegn ríkinu. 28. apríl 2017 23:36
Trump hrósar Xi fyrir aðkomu hans að málum Norður-Kóreu Kínverjar eru sagðir hafa lofað Bandaríkjamönnum því að þeir muni beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum freistist þeir til að gera fleiri kjarnorkutilraunir. 28. apríl 2017 08:21
Kínverjar vara Norður-Kóreu við frekari tilraunum Sögðust ætla að beita einræðisríkið þvingunum ef Norður-Kóreu sprengir aðra kjarnorkusprengju. 27. apríl 2017 23:32