Búist við þriggja hesta baráttu um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ólafur Jóhannesson er kominn með frábært lið og gæti verið einum framherja frá því að vinna mótið. vísir/eyþór Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira