Þjálfari Makedóníu: Ísland er með frábært lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2017 12:00 Gonzalez á hliðarlínunni með Vardar. vísir/getty Spánverjinn Raul Gonzalez mun stýra landsliði Makedóníu í fyrsta skipti er það mætir Íslandi í Skopje þann 4. maí næstkomandi. Gonzalez tók við liðinu af Lino Cervar eftir HM í janúar er Cervar ákvað að taka aftur við Króatíu. Cervar fór óhefðbundnar slóðir með makedónska liðið en fastlega er búist við því að Gonzalez láti liðið spila hefðbundnari handbolta. Gonzalez þjálfar besta lið Makedóníu, Vardar, sem er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann var lengi vel aðstoðarmaður Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það er mikill heiður að fá að þjálfa landsliðið því mér líkar mjög vel við þetta land,“ sagði Gonzalez sem byrjaði á því að vera með handboltabúðir um allt land í von um að auka áhugann og finna nýtt hæfileikafólk. Hann gerði samning við Makedóníu til ársins 2020 og horfir til framtíðar. „Eitt aðalmarkmiðið er að komast á ÓL í Tókýó árið 2020 með sterkt lið,“ segir Gonzalez en hann hefur hóað aftur í gamla jálka sem áttu ekki upp á pallborðið hjá Cervar. Þar á meðal markvörð Barcelona, Borko Ristovski. Makedónar eru spenntir að sjá hvað Gonzalez gerir með liðið í leikjunum tveimur gegn Íslandi en síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöll þann 7. maí. Liðin eru með jafnmörg stig og mikið undir. „Það er mikil áskorun fyrir okkur að mæta Íslandi sem er með frábært lið. Við erum að reikna með tveimur hörkuleikjum gegn þeim. Þetta eru leikir sem gætu ráðið úrslitum í riðlinum og það er því mikið undir.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Spánverjinn Raul Gonzalez mun stýra landsliði Makedóníu í fyrsta skipti er það mætir Íslandi í Skopje þann 4. maí næstkomandi. Gonzalez tók við liðinu af Lino Cervar eftir HM í janúar er Cervar ákvað að taka aftur við Króatíu. Cervar fór óhefðbundnar slóðir með makedónska liðið en fastlega er búist við því að Gonzalez láti liðið spila hefðbundnari handbolta. Gonzalez þjálfar besta lið Makedóníu, Vardar, sem er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann var lengi vel aðstoðarmaður Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það er mikill heiður að fá að þjálfa landsliðið því mér líkar mjög vel við þetta land,“ sagði Gonzalez sem byrjaði á því að vera með handboltabúðir um allt land í von um að auka áhugann og finna nýtt hæfileikafólk. Hann gerði samning við Makedóníu til ársins 2020 og horfir til framtíðar. „Eitt aðalmarkmiðið er að komast á ÓL í Tókýó árið 2020 með sterkt lið,“ segir Gonzalez en hann hefur hóað aftur í gamla jálka sem áttu ekki upp á pallborðið hjá Cervar. Þar á meðal markvörð Barcelona, Borko Ristovski. Makedónar eru spenntir að sjá hvað Gonzalez gerir með liðið í leikjunum tveimur gegn Íslandi en síðari leikurinn fer fram í Laugardalshöll þann 7. maí. Liðin eru með jafnmörg stig og mikið undir. „Það er mikil áskorun fyrir okkur að mæta Íslandi sem er með frábært lið. Við erum að reikna með tveimur hörkuleikjum gegn þeim. Þetta eru leikir sem gætu ráðið úrslitum í riðlinum og það er því mikið undir.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira