Ungar en bestar allra Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 06:00 Keflavíkurstúlkur með bikarinn stóra. mynd/víkurfréttir/páll ketilsson Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Sagt er að til að verða bestur þurfirðu að vinna þá bestu. Það gerði Keflavík í gærkvöldi þegar liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta með 70-50 sigri á Snæfelli, meisturum síðustu þriggja ára, á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í Keflavík. Frammistaða Keflvíkingar var nær fullkomin og endurspeglaði allt sem liðið stendur fyrir. Keflavíkurliðið er kallað Litlu slátrararnir og ekki að ástæðulausu. Meðalaldur þess er rétt ríflega 19 ár en þær spila vörn eins og ljónynjur að vernda ungana sína. Þegar þær eru í gír eins og í gær verður þetta lið ekki stöðvað. Spenna ríkti fyrir tímabilinu í Keflavík því vitað var að þarna fer eitt efnilegasta lið sem sést hefur. Það var bara ekki reiknað með því að þetta væri þegar uppi væri staðið besta lið landsins. Þessar ungu Keflavíkurstúlkur voru fyrr á árinu búnar að vinna sterkt lið Skallagríms í úrslitaleik bikarsins og tóku svo vesturlandið í gegn í úrslitakeppninni. Fyrst var það sigur í oddaleik í undanúrslitum á Skallagrími og svo þessi 3-1 sigur í úrslitarimmunni á móti Snæfelli. Auðvelt hefði verið að halda að Keflavíkurliðið myndi bogna á stóra sviðinu þegar aðeins er rýnt í meðalaldurinn en þetta lið spilar ekki eins og það hafi ekki aldur til að fara í ríkið. Á stærsta sviðinu skein stjarna slátrarana litlu hvað skærast og tveir stærstu titlar tímabilsins verða nú geymdir í Keflavík næsta árið. Í öðru eins liðsframlagi og Keflavíkurliðið sýnir er eiginlega ósanngjarnt að taka einn leikmann út en það verður samt gert. Thelma Dís Ágústsdóttir sýndi í úrslitakeppninni, þar sem hún jók stigafrmalag sitt úr tíu stigum í sextán í leik að hún er ekki bara einn efnilegasti leikmaður landsins heldur einn sá besti. Móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, ein besta skytta í sögu íslenska kvennakörfuboltans, sat allt tímabilið á bekk Keflavíkurliðsins sem liðstjóri og fylgdist með dóttur sinni verða stjarna og vinna þann stóra. Í stúkunni í gær voru svo fyrrverandi samherjar Bjargar úr gullaldarliði Keflavíkur að horfa á nýjustu framleiðsluna í Sláturhúsinu. Líkt og Björg og Anna María gerðu á sínum tíma getur þetta lið ef það helst saman tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta.Thelma Dís og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir.vísir/óskaró
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira