Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson með bikarinn eftir leikinn í kvöld. vísir/tom „Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
„Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04