Sjúklingar fá ekki lyf sem læknar vilja ávísa Sveinn Arnarsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Sjúklingar geta ekki beðið endalaust eftir nýjum lyfjum að mati lækna. vísir/anton brink „Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Ég sá hvað krabbameinslæknirinn hennar mömmu var leiður yfir því að vera settur í þá stöðu að þurfa að segja sjúklingum þetta, að ný og betri lyf verði ekki tiltæk á þessu ári,“ segir Linda Hlín Þórðardóttir, dóttir krabbameinsveikrar konu sem er í eftirmeðferð á krabbameinsdeild LSH eftir að hafa greinst með erfitt krabbamein haustið 2014. „Ég fann að þolinmæði hans var á þrotum. Þegar við ræddum um ný lyf, þá sagði læknirinn að það væri ekki búið að innleiða ný lyf og það væri ekki búið að gera ráð fyrir fjármagni á þessu ári til nýrra lyfja. Við erum langt á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ bætir Linda Hlín við. „Starfsfólk LSH er auðvitað fyrsta flokks en lyfin ekki. Ég einhvern veginn fylltist vonleysi og reiði.“Linda Hlín ÞórðardóttirSvo virðist sem krabbameinslæknar á Landspítala geti ekki gefið krabbameinssjúkum þau lyf sem þeir vilja vegna þess að ekki er til fjármagn til að taka upp ný krabbameinslyf. Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir á LSH, segir þolinmæði krabbameinslækna á þrotum og staðfestir að til séu lyf sem hann væri til í að nota í meðferðir en geti það ekki vegna fjárskorts. „Ég held að flestir krabbameinslæknar séu þeirrar skoðunar. Við erum langt á eftir Norðurlöndunum og sjúklingar geta ekki beðið eftir þessu endalaust. Þolinmæðin er á þrotum,“ segir Örvar. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi um miðjan febrúar að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári. Hins vegar hefur lítið gerst og fjármunum hefur ekki enn verið varið til málaflokksins þrátt fyrir gefið loforð.Óttarr ProppéÁkvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir málið í farvegi innan ráðuneytis velferðarmála, fjármála- og efnahagsráðuneytis og hjá lyfjagreiðslunefnd. „Ákvörðun ríkisstjórnar var að fela mér og fjármálaráðherra að fara yfir málið. Það var fyrirséð að mikil vöntun á fjármagni væri í málaflokknum miðað við fjárlög sem samþykkt voru í desember,“ segir Óttarr. „Við höfum verið að vinna í því og verið í samtali við formann lyfjagreiðslunefndar að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum tryggt innleiðingu nýrra lyfja. Síðan erum við í samráði við fjármálaráðuneytið að meta fjármálahlið málsins.“ Svandís Svavarsdóttir, þingkona VG, hefur spurst fyrir um málið í skriflegri fyrirspurn til ráðherra. Hún brýnir hann til góðra verka. „Heilbrigðisráðherra verður að hafa bein í nefinu til að taka á þessu vandamáli sem fyrst. Það skiptir miklu máli að menn fari eftir því sem sagt var fyrir kosningar, að heilbrigðismál verði sett í forgang.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira