Fyrirséð að fjárhagstjón verður umtalsvert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 14:45 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku. United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku.
United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07