Fyrirséð að fjárhagstjón verður umtalsvert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 14:45 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku. United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku.
United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07