Fyrirséð að fjárhagstjón verður umtalsvert Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2017 14:45 Verksmiðja United Silicon í Helguvík Vísir/Eyþór Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku. United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fyrirséð er að fjárhagslegt tap vegna stöðvunar á starfsemi United Silicon í Helguvík verður mikið, segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá fyrirtækinu. Alls óvíst er hvenær framleiðsla getur hafist að nýju. „Við töpum umtalsverðum fjárhæðum á hverjum einasta degi. En það er ekki okkar fókus heldur að finna lausn á þessum vanda,“ segir Kristleifur, sem vill þó ekki gefa upp hvert fjárhagstjónið er talið verða í krónum talið.Störf gætu verið í hættu Hátt í sjötíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og gætu störf þeirra verið í hættu. Kristleifur segir hins vegar of snemmt að fullyrða um slíkt. „Það eru öll störf í hættu ef verksmiðjan fer ekki aftur í gang en engin störf í hættu ef við komumst aftur í gang. En þá verður bara fjölgun á starfsfólki,“ segir hann. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi sínu í gær að stöðva starfsemi verksmiðjunnar. Hún verður ekki endurræst að nýju fyrr en hægt verður að skýra lyktarmengun sem íbúar í nágrenni verksmiðjunnar hafa ítrekað kvartað undan og ráðist hefur verið í úrbætur vegna þessa.Allra leiða leitað Fyrirtækið gerði ekki athugasemdir við ákvörðunina en hefur leitað til ráðgjafafyrirtækis í Noregi til þess að reyna að leysa vandamál verksmiðjunnar. „Við erum að vinna í okkar málum með öllum þeim sérfræðingum sem fáanlegir eru. Við verðum með alla þessa sérfræðinga plús Umhverfisstofnun þegar við störtum upp og við stefnum á að koma með lausnir sem lágmarka þessa lykt og ætlum að koma þessu í almennilegt ástand.“ Þá segist hann aðspurður ekki vita hvenær hægt verði að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar, en samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar þarf United Silicon sérstakt leyfi til gangsetningarinnar, ásamt því sem það þarf að upplýsa íbúa Reykjanesbæjar um fyrirhugaða uppkeyrslu með fyrirvara. Kristmundur segist þó geta fullyrt að ofninn verði ekki ræstur í þessari viku.
United Silicon Tengdar fréttir Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Starfsemi United Silicon stöðvuð Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. 26. apríl 2017 09:07