Reynslumiklir nýliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 06:00 Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er nýliði í efstu deild eins og liðið sem hann þjálfar, KA. vísir/stefán Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Íþróttadeild 365 opinberar í dag hvaða liði hún spáir fimmta sæti deildarinnar en það er Breiðablik eins og sést hér að ofan. Niðurtalningin heldur áfram og er nú aðeins staldrað við liðin sem íþróttadeild telur að verði í miðjumoðinu frá 5.-8. sæti en það eru Blikar, Fjölnismenn, KA og Víkingar í Reykjavík sem gætu reyndar auðveldlega sogast niður á fallsvæðið.Náð í þrjá markaskorara Arnar Grétarsson þurfti enga taugaskurðlækna til að greina vandamál Blikaliðsins. Þau voru augljós í fyrra: Liðið gat ekki skorað mörk. Vörnin hélt sem fyrr og var ein sú besta í deildinni en liðið skoraði aðeins 27 mörk í 22 leikjum og olli miklum vonbrigðum með að enda í sjötta sætinu. Arnar brást við því með að fá til sín Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Hrvoje Tokic frá Ólafsvík og Aron Bjarnason frá ÍBV og endurnýja með því sóknarlínu sína alfarið. Þessir þrír leikmenn skoruðu samtals 24 mörk í fyrra og voru allir markahæstir í sínum liðum. Heimavöllurinn brást Blikum á síðustu leiktíð en þeir unnu aðeins fjóra leiki í Kópavoginum. Geti Blikar skorað mörk og haldið vörninni í lagi getur liðið hæglega komist aftur í baráttu um Evrópusæti.Nýliðar, en samt ekki KA er mætt aftur í efstu deild í fyrsta sinn í þrettán ár. Liðið hefur styrkt sig gríðarlega undanfarin tvö ár og var mikið áfall fyrir norðan að komast ekki upp sumarið 2015. Þá var bara bætt í og gengu KA-menn frá Inkasso-deildinni í fyrra. Þrátt fyrir að kallast nýliðar er gríðarleg reynsla í liðinu og mikil gæði en þar er fullt af mönnum sem hafa Pepsi-deildar reynslu og sumir hafa verið í atvinnumennsku. Það eru ekki margir nýliðar sem koma upp með Guðmann Þórisson, Almarr Ormarsson, Steinþór Frey Þorsteinsson og Hallgrím Mar Steingrímsson innan sinna raða. KA-mönnum er hvergi spáð falli og ekki nálægt því, frekar er talið að liðið geti barist í efri hlutanum. Þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, er þó nýliði í efstu deild og spurning er með markvörsluna hjá liðinu.Ágúst með töfravöndinn? Fjölnismönnum spáði íþróttadeild 6. sæti en í fyrra setti liðið persónulegt met með því að fá 37 stig og enda í fjórða sæti. Það rétt missti af Evrópu á lokasprettinum og féll á hverju stóra prófinu á fætur öðru. Fjölnismenn hafa misst miklu betri leikmenn en þeir fengu á móti en þrír lykilmenn í vörninni eru farnir auk Martins Lund sem var stundum eins manns her í sóknarlínunni. Ástæða til bjartsýni er ekki mikil í Grafarvoginum en aldrei skal afskrifa Ágúst Gylfason, þjálfara Fjölnis, sem hefur gert ótrúlega hluti með liðið sama hverjir hafa yfirgefið það.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira