Tökumst á við áskoranirnar Einar K. Guðfinnsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við Gísli Sigurðsson, sem skrifar grein í Fréttablaðið 19. apríl, erum sammála um „að fiskeldi sé mikilvæg leið til að framleiða mat ofan í heimsbyggðina“. Það er ágætis byrjun á uppbyggilegri umræðu. Fiskeldi er í stöðugri sókn í heiminum og þar með talið í okkar heimshluta. Því veldur m.a. vaxandi fæðuþörf mannkynsins. Úr eldi kemur nú um það bil helmingur allrar matarframleiðslu í sjó og þar sem ekki eru fyrirsjáanlegar auknar veiðar að neinu marki er það augljóst að vaxtar er þörf í fiskeldi heimsins. Ekki síður vegur þungt að auðlindanotkun og vistspor sjávareldis er mun minna en landeldis.Sjókvíaeldi er í sókn Fiskeldi hefur þróast og mun þróast með mismunandi hætti, eftir aðstæðum. Landeldi gegnir sannarlega mikilvægu hlutverki og þannig verður það líka áfram. Við Íslendingar þekkjum það vel. Höfum stundað landeldi með góðum árangri og erum nú leiðandi í bleikjuframleiðslu í heiminum. Landeldinu eru hins vegar víða takmörk sett. Landrými er ekki endalaust svo dæmi sé tekið og fleira kemur til svo sem vistsporið, orku- og vatnsnotkun, svo dæmi séu nefnd. En sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan.Búnaðinum hefur fleygt fram Mikil þróun hefur verið í gerð alls búnaðar til fiskeldis; ekki síst sjókvíaeldis. Búnaðurinn er margfalt öruggari en áður. Umhverfisleg áhrif hafa orðið minni af fiskeldinu fyrir vikið. Hér á landi var tekin um það ákvörðun árið 2004 að loka stórum hluta standlengjunnar fyrir sjókvíaeldi og gengum við Íslendingar lengra að þessu leyti en aðrar þjóðir. Fiskeldisfyrirtækin leggja mikla fjármuni í að þróa búnað til þess að koma í veg fyrir sleppingar á laxi. Lokaðar kvíar eru sannarlega í þróun í þessum tilgangi, en þó ekki síst til að koma í veg fyrir lúsasmit. Unnið er að þróun á annars konar sjókvíum sem hafa sama tilgang. Norðmenn hafa sett hvata inn í sín fiskeldisleyfi fyrir fyrirtæki að þróa slíkar lausnir og er það sannarlega vel. Unnið er að þróun á geldfiski þó framleiðsla hans sé mjög takmörkuð. Íslensku fiskeldisfyrirtækin munu standa að slíkri þróunarvinnu með Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Hólum og leggja verkefninu til fjármuni. Engin ástæða er til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Í þeirri þróunarvinnu eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.Tökumst á við áskoranirnar Fiskeldi á Íslandi er í raun agnarlítið og hefur á undanförnum árum byggst upp afar hægt. Ljóst er að næstu árin mun fiskeldið aukast en vöxturinn verður lítill í magni talið í fyrirsjáanlegri framtíð. Við eigum að gera strangar umhverfiskröfur til fiskeldisstarfsemi okkar og eftir því hafa fiskeldisfyrirtækin kallað. Eðlilegt er að samhliða vaxandi fiskeldi fari fram virk vöktun, til þess að tryggja að fiskur sem kann að sleppa úr sjókvíum leiti ekki upp í laxveiðiárnar. Sú leið er fyrir hendi og á Íslandi hefur verið þróaður búnaður í þessu skyni. Fiskeldisfyrirtækin hafa lýst sig reiðubúin að koma að fjármögnun slíkrar vöktunar. Atvinnugreinar í vexti mæta sífellt áskorunum. Það á líka við um fiskeldið. Við eigum aldrei að gefast upp fyrir slíkum áskorunum enda verður þá aldrei nein framþróun. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir, mæta þeim og finna lausnirnar. Það er og verður viðfangsefni fiskeldisgreinarinnar í samvinnu við vísindasamfélagið.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun