Birna fékk leikbann fyrir sparkið | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. apríl 2017 07:30 Birna Valgerður Benónýsdóttir spilar ekki leik fjögur. vísir/eyþór Aganefnd KKÍ úrskurðaði í gær Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmann Keflavíkur, í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik þrjú á móti Snæfelli um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Birna, sem er aðeins 16 ára gömul, missti hausinn í baráttunni við reynsluboltann Gunnhildi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi á sunnudaginn og sparkaði í mótherja sinn með þeim afleiðingum að hún var rekin út úr húsinu. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KKÍ en í skýrslu hennar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.“ Eftir að vinna fyrstu tvo leikina átti Keflavík möguleika á að sópa seríunni og verða Íslandsmeistari í Stykkishólmi á sunnudaginn en meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, svöruðu fyrir sig með 68-60 sigri og staðan í einvíginu 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld þar sem Litlu slátrararnir, eins og þetta unga Keflavíkurlið er kallað, fá annað tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar verður liðið án Birnu Valgerðar sem skoraði tólf stig og tók 4,5 fráköst að meðtali á 20 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum en hún var búin að skora sex stig og taka eitt frákast þegar hún var rekin af velli í Hólminum um helgina. Þetta er vatn á myllu Snæfellsliðsins því Birna er einn besti varnarmaður deildarinnar en með sigri nælir Snæfell sér í oddaleik. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Aganefnd KKÍ úrskurðaði í gær Birnu Valgerði Benónýsdóttur, leikmann Keflavíkur, í eins leiks bann fyrir háttsemi sína í leik þrjú á móti Snæfelli um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Birna, sem er aðeins 16 ára gömul, missti hausinn í baráttunni við reynsluboltann Gunnhildi Gunnarsdóttur í Stykkishólmi á sunnudaginn og sparkaði í mótherja sinn með þeim afleiðingum að hún var rekin út úr húsinu. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar KKÍ en í skýrslu hennar segir: „Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hin kærða, Birna Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi í leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitakeppni úrvalsdeildar meistaraflokks kvenna sem leikinn var þann 23. apríl 2017.“ Eftir að vinna fyrstu tvo leikina átti Keflavík möguleika á að sópa seríunni og verða Íslandsmeistari í Stykkishólmi á sunnudaginn en meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, svöruðu fyrir sig með 68-60 sigri og staðan í einvíginu 2-1. Fjórði leikurinn fer fram í Keflavík annað kvöld þar sem Litlu slátrararnir, eins og þetta unga Keflavíkurlið er kallað, fá annað tækifæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Þar verður liðið án Birnu Valgerðar sem skoraði tólf stig og tók 4,5 fráköst að meðtali á 20 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum en hún var búin að skora sex stig og taka eitt frákast þegar hún var rekin af velli í Hólminum um helgina. Þetta er vatn á myllu Snæfellsliðsins því Birna er einn besti varnarmaður deildarinnar en með sigri nælir Snæfell sér í oddaleik. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47 Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Sjáðu ótrúlegan þrist Ellenbergs úr horninu | Myndband Aaryn Ellenberg skoraði 33 stig þegar Snæfell bar sigurorð af Keflavík, 68-60, í þriðja leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna. 23. apríl 2017 22:47
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 68-60 | Bikarinn fór ekki á loft í Hólminum Snæfell minnkaði muninn í úrslitaeinvíginu við Keflavík með 68-60 sigri í þriðja leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. 23. apríl 2017 22:00