Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:30 Geir ætlar að vera við öllu búinn í Skopje. vísir/ernir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ætlar að halda áfram að byggja á því sem landsliðið gerði undir hans stjórn á HM í janúar er það mætir Makedóníu í tveimur leikjum í undankeppni EM. Fyrri leikurinn fer fram ytra þann 4. maí en síðari leikurinn verður spilaður í Laugardalshöll þremur dögum síðar. Liðið kemur saman í Þýskalandi þann 1. maí og heldur svo til Skopje daginn fyrir leik. „Ég velti því fyrir mér að gera einhverjar breytingar því það er margt sem mig langar að prófa. Í ljósi þess að við fáum þrjá æfingaleiki í júní þá ákvað ég að bíða með það núna,“ segir Geir, en breytingarnar eru þær að Guðmundur Hólmar Helgason dettur út vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn en hann missti af HM vegna meiðsla.Aron kemur inn „Það er frábært að fá Aron aftur í liðið. Hann er að spila mjög vel þessa dagana sem er mjög ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann inn aftur.“ Þó svo Guðmund Hólmar vanti í vörnina þá er ekkert pláss fyrir Vigni Svavarsson. „Vignir var mjög nálægt því að komast inn. Ég átti mjög gott spjall við hann í vikunni og við verðum að sjá hvernig hlutirnir þróast. Við erum með öflugt þríeyki í hópnum sem kláraði HM í hjarta varnarinnar ásamt Guðmundi. Ég treysti þessum þremur til þess að klára þetta verkefni,“ segir Geir en er hann búinn að útiloka Vigni frá frekari verkefnum með landsliðinu? „Alls ekki. Hvort einhver hafi gripið gæsina og nýtt sitt tækifæri í hans fjarveru. Kannski er það þannig. Ég veit meira núna en ég vissi í upphafi árs. Vignir er klár og til í að koma í seinni leikinn ef svo ber undir.“Nýr þjálfari og nýjar áherslur Ísland hefur háð margar harðar rimmur við Makedóníu í gegnum tíðina. Nú síðast á HM í janúar er liðin skildu jöfn, 27-27. Þá spilaði Makedónía með sjö sóknarmenn nánast allan tímann en ekki er víst að þeir geri það núna í ljósi þess að Lino Cervar er hættur með liðið og nýr þjálfari kominn inn sem þreytir frumraun sína gegn Íslandi. Sá heitir Raul Gonzalez og þjálfar Vardar í Skopje. Hann er með mikla reynslu og vann með Talant Dujshebaev hjá Ciudad Real og Atletico Madrid. „Það má búast við því að hann spili hefðbundnari handbolta en Cervar. Við áttum ekkert í svo miklum vandræðum með þetta sjö á móti sex í Frakklandi. Þetta hefur allt kosti og galla. Við þurfum að búa okkur undir hvort tveggja,“ segir Geir en var ekki hundleiðinlegt að glíma við þennan leikstíl? „Þetta er leiðigjarn handbolti. Ég myndi nú ekki vilja banna þetta. Þróunin mun sjá til hvort þetta lifir eða ekki. Maður sér ótalmarga prófa þetta en árangurinn er misgóður. Menn höfðu miklar áhyggjur af því að þetta myndi útrýma opnum varnarleik en tilfellið er að sumum liðum gengur jafnvel betur að verjast í 5 plús einn vörn gegn sjö. Látum þetta bara þróast.“ Íslenska liðið tapaði óvænt í Úkraínu í öðrum leik sínum í undankeppninni og það er því ekki mikið svigrúm fyrir frekari mistök. „Við þurfum fimm til sex stig af þeim átta sem eru í boði til að tryggja okkur áfram. Við munum halda áfram að gera það sama og við höfum verið að gera en verðum með eitthvað nýtt upp í erminni. Þetta er rosalegur erfiður útivöllur og mikil gryfja. Þarna skipta þeir oft um ham og eru gríðarlega öflugir.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira